Innlent

43 þúsund slaufur seldust

Bleika slaufan
Bleika slaufan

Metár var í sölu bleiku slaufunnar, en alls seldust um 43.000 slaufur í átaki Krabbameinsfélagsins í október.

Slaufan var að þessu sinni hönnuð af skartgripahönnuðinum Sif Jakobs. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir fólk kunna að meta þá þjónustu og það starf sem félagið sinni, bæði þeir sem kljást við krabbamein og aðstandendur þeirra.

„Stuðningur almennings er okkur sérlega mikilvægur, en það er samtakamáttur fólksins í landinu sem hefur náð að geraKrabbameinsfélagið að því sem það er í dag,“ segir Guðrún Agnarsdóttir og þakkar þeim ótalmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem keyptu bleiku slaufuna en þess má geta að allir þeir sem seldu bleiku slaufuna gerðu það án þóknunar. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×