Innlent

Rannsaka þurfi fyrir sjóvarnir

Óshlíðarvegur.
Óshlíðarvegur. Mynd/GVA

Hugsanlegt er að ráðast þurfi í rannsóknir á hæðarbreytingum lands og öðrum þáttum er snerta sjóvarnir í Bolungarvík til að hægt sé að meta það með hvaða hætti er best að verja byggð og mannvirki fyrir ágangi sjávar á svæðinu. Þetta kemur fram í drögum að aðalskipulagi Bolungarvíkur fyrir árin 2008-2020 og sagt er frá á vef Bæjarins bestu.

„Horfa þarf mjög langt fram í tímann og taka tillit til langtíma sjávarstöðubreytinga við hönnun, því líftími bygginga getur verið hundruð ára. Líftími hafnarmannvirkja er yfirleitt talinn vera um 40-50 ár. Við skipulag og hönnun sjóvarna þarf jafnframt að huga að útsýni og ásýnd byggðar," segir í drögunum að aðalskipulagi Bolungarvíkur.- kh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×