Ögmundur: Viðbrögð Samfylkingarinnar koma á óvart 17. nóvember 2009 19:28 Mynd/Arnþór Birkisson Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu." Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það hafi komið sér á óvart að þingmönnum Samfylkingarinnar þætti óeðlilegt að þingmaður annars stjórnarflokksins gerðist formaður samtaka sem berjist gegn aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og ríkisstjórnin sæki um aðild að sambandinu. Hann spyr hvort einungis megi tala fyrir inngöngu. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, var kosinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins í fyrradag en félagið berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á fundi með flokksfélögum sínum í gær sagðist Ásmundur ætla að gera Samfylkingunni lífið leitt þegar kemur að Evrópumálum. Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem fréttastofa ræddi við í gær undrast þá ákvörðun Ásmundar að taka að sér forystu í Heimssýn. Eitt sé að vera á móti Evrópusambandinu en annað að beinlínis leiða samtök sem berjast gegn helsta stefnumáli samstarfsflokks Vinstri grænna í ríkisstjórn. Ögmundur segir í pistli á heimasíðu sinni að þetta hafi komið honum á óvart. „Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni við aðild." Þá segist Ögmundur aldrei hafa verið því eins fráhverfur og nú að Íslandi gangi í Evrópusambandið. „Má ég ekki segja það? Má bara tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland gangi í ESB? Að sjálfsögðu er það ekki svo enda hef ég ekki trú á því að þetta sé almennt viðhorf innan Samfylkingarinnar." Ögmundur segir brýnt að tekist sé málefnalega á um Evrópusambandsaðild. Það sé gott og lýðræðislega heilsusamlegt. „Í þeirri umræðu er þörf á umburðarlyndi. Þeir sem trúa á málstað sinn hafa alltaf efni á því - umburðarlyndinu."
Tengdar fréttir Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22 Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. 17. nóvember 2009 13:22
Samfylkingarmenn undrandi yfir formennsku þingmanns VG Samfylkingarmenn undrast að þingmaður Vinstri grænna taki að sér formennsku í samtökum sem berjast gegn helsta stefnumáli Samfylkingarinnar. 16. nóvember 2009 19:30
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent