Innlent

Dreifingin er enn að þéttast

Útbreiðsla á Fréttablaðinu eftir breyttar áherslur í dreifingu blaðsins á landsbyggðinni er sífellt að styrkjast. Á síðustu dögum hafa í hóp dreifingaraðila bæst Skeljungur á Hellissandi, Grillskálinn á Patreksfirði, Hlíðarkaup á Sauðárkróki, Mónakó á Bakkafirði og Söluskálinn Björk á Hvolsvelli. Þess má geta að Fréttablaðinu hefur ekki áður verið dreift á Bakkafirði og Patreksfirði. Það er fyrirtækið Pósthúsið sem annast dreifingu Fréttablaðsins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×