Innlent

Sérfræðiskýrsla er í smíðum

Mynd/GVA

Sérfræðingur á vegum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vinnur nú að úttekt á fjármálum sveitarfélagsins Álftaness. Sveitarfélagið leitaði aðstoðar FES um síðustu mánaðamót vegna mikils fjárhagsvanda.

Að sögn Jóhannesar Finns Halldórssonar, framkvæmdastjóra EFS, mun skýrsla um stöðu mála á Álftanesi liggja fyrir 10. desember. Skýrslan verður grundvöllur tillagna sem EFS gerir um úrbætur í fjármálum sveitarfélagsins. Meðal úrræða sem eftirlitsnefndin hefur er að hækka útsvar tímabundið um allt að 25 prósent. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×