Innlent

Fer ekki yfir viðmið WHO

Hellisheiðavirkjun. Mælingar sýna að mengun frá virkjununum er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.fréttablaðið/gva
Hellisheiðavirkjun. Mælingar sýna að mengun frá virkjununum er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.fréttablaðið/gva

Brennisteinsvetnismengun af virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði fer ekki yfir viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), líkt og sagt var í Fréttablaðinu í gær.

WHO miðar við sólarhringsmeðaltal og mengun frá virkjununum er langt undir því. Hún er hins vegar yfir klukkutímamörkum sem gilda víða erlendis, meðal annars á Hawaii. Slík mörk eru þó ekki í gildi hér og því er miðað við sólarhringsmeðaltal WHO. Hæstu toppar í sólarhringsmeðaltali í Hveragerði eru fjórum sinnum lægri en það viðmið.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×