Innlent

Aðrir skili líka læknisvottorði

Mynd/Valgarður Gíslason
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi vill að aðrir borgarfulltrúar leggi fram vottorð frá lækni um að þeir séu hæfir til að sitja í borgarstjórn. Í ræðu á fundi borgarstjórnar í gær sagði Ólafur tillögu setta fram til að jafnræðis yrði gætt meðal borgarfulltrúa. Eins og kunnugt er var Ólafur krafinn um læknisvottorð er hann sneri aftur til starfa í borgarstjórn eftir veikindafrí vegna þunglyndis fyrr á þessu kjörtímabili. Í tillögu Ólafs felst að þeim sem ekki hafi þegar lagt fram slíkt vottorð verði gert það skylt. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×