Innlent

Tillaga um eldfjallagarð samþykkt í borgarstjórn

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum að hefja undirbúning stofnun eldfjallagarðs á Reykjanesskaga. Tillagan var lögð fram af borgarfulltrúum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að eldfjallagarður sé hugmynd að samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans sem geti tengt saman fjölbreyttar auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu og verndun hans með hagsmuni heildarinnar og framtíðarinnar að leiðarljósi.

„Staðsetning Reykjanesskagans í nágrenni alþjóða flugvallar og höfuðborgarsvæðisins og spá um aukinn fjölda ferðamanna, ýtir undir væntingar til Eldfjallagarðs. Samstillt átak sveitarfélaga um Eldfjallagarð er forsenda framgangs þessarar hugmyndar," segir í greinargerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×