Fleiri fréttir Íhaldsmenn vilja stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja Áhrifamenn í breska íhaldsflokknum hafa viðrað hugmyndir um stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja, komist þeir til valda. Breska ríkisútvarpið er meðal þess sem nefnt og póstþjónustan. 10.9.2009 12:09 Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun. 10.9.2009 11:16 Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun vegna fyrirspurnar um nokkur atriði varðandi greiðslur á atvinnuleysisbótum. 10.9.2009 11:02 Hátt í tuttugu sófasettum stolið í Dugguvogi Starfsmenn húsgagnaverslunarinnar Patta ehf. í Dugguvogi ráku upp stór augu þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Í nótt hafði verið farið inn í tvo gáma fyrir utan verslunina og 10-12 glænýjum sófasettum stolið. Í fyrrinótt voru 4-6 sófasett tekin. Tjónið er vel á fjórðu milljón króna. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri segir tjónið gríðarlegt. 10.9.2009 10:38 Vill funda með borgarstjóra um minnisvarða um Helga Hóseasson „Við erum á byrjunarreit en ég vonast til þess að þegar fleiri frétti af söfnuninni að þá fari eitthvað að streyma inn,“ segir Alexander Freyr Einarsson . Hann hefur í samráði við ættingja Helga Hóseassonar ákveðið að hrinda af stað söfnun til þess að hægt verði að reisa minnisvarða um Mótmælanda Íslands, eins og Helgi var oft kallaður. 10.9.2009 10:33 Öryggisvörður yfirbugaði innbrotsþjóf Brotist var inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu, stuttu síðar var öryggisvörðurinn búinn að yfirbuga mann í nýbyggingu skólans. Mikið var búið að róta til í hillum á staðnum, en ekki búið að vinna skemmdir á öðru en rúðunni. Lögreglan kom á staðinn og handtók innbrotsþjófinn. 10.9.2009 09:09 Ósáttir við Farrell vegna dauða hermanns Yfirmenn í breska hernum eru allt annað en sáttir við blaðamanninn Stephen Farrell sem sérsveit NATO bjargaði úr haldi talibana í Kunduz-héraðinu í Afganistan í gær. 10.9.2009 08:38 Eignir Madoffs til sölu Nú er lag að eignast þakhýsi stórsvindlarans Bernards Madoff í New York en íbúðin fer á sölu í næstu viku. 10.9.2009 08:19 Íranar brátt taldir geta smíðað sprengju Bandaríkjamenn vara við því að Íranar séu nú farnir að nálgast það ískyggilega mikið, að geta smíðað kjarnavopn. 10.9.2009 08:16 Sagði Obama ljúga Joe Wilson, þingmaður Suður-Karólínu á Bandaríkjaþingi, var ekkert að skafa af því þegar Barack Obama varði umbætur sínar í heilbrigðismálum á þinginu heldur kallaði fram í ræðu forsetans og sagði hann ljúga. 10.9.2009 08:15 Bréfdúfa fljótari en tölvupóstur Netsamband er svo lélegt í Suður-Afríku að upplýsingatæknifyrirtæki nokkru í Jóhannesarborg hefur tekist að sýna fram á að það er fljótlegra að senda gögn með bréfdúfu en tölvupósti. 10.9.2009 07:33 Fred í rénun Nokkuð dró af fellibylnum Fred á Atlantshafi í gær og fór hann úr þriðja stigs byl niður í annars stigs en vindhraði stjórnar því hvernig fellibylir flokkast á fimm stiga skala. 10.9.2009 07:31 Smyglaði mörgum tonnum af kókaíni Stórtækur kólumbískur kókaínsmyglari, Fabio Enrique Vasco, kvaðst sekur um að hafa smyglað mörgum tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þegar dómari í Miami bað hann að taka afstöðu til sakarefnisins. 10.9.2009 07:29 Myndaðir í bak og fyrir við innbrot Tveir innbrotsþjófar í Brøndby í Danmörku voru handteknir mjög snarlega eftir innbrot í fyrirtæki um síðustu helgi. Þeir vönduðu ekki valið meira en svo, að þeir brutust inn hjá Milestone Systems sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og uppsetningu öryggismyndavéla í Danmörku. 10.9.2009 07:26 Strauk úr fangelsi í pappakassa Stjórnendur hámarksöryggisfangelsisins í Burgundy í Frakklandi kunna engar skýringar á því hvernig stórhættulegum fanga, Jean-Pierre Treiber, tókst að strjúka úr fangelsinu með því að fela sig í pappakassa. 10.9.2009 07:17 Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal unnu björgunarafrek þegar þeir björguðu erlendum fjallgöngumanni úr sjálfheldu í hamrabelti í Þverfjalli við Skutulsfjörð í gærkvöldi. 10.9.2009 07:14 Lampaþjófar enn á ferð Brotist var inn í gróðrastöð í Laugarási í Biskupstugnum í fyrrinótt og þaðan stolið 13 hitalömpum en 28 sams konar lömpum var stolið úr annarri gróðrastöð í uppsveitum Árnessýslu nóttina áður. 10.9.2009 07:11 Harður árekstur á Akureyri Farþegi slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þegar tveir bílar skullu saman á mótum Þórunnar- og Þingvallastrætis upp úr klukkan fjögur í nótt. 10.9.2009 07:09 Fullar fangageymslur í nótt Óvenjumargir afbrotamenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ýmis afbrot. Tvítugur maður, sem handtekinn var í gær, grunaður um ránið í 11-11 verslun við Hlemm í fyrrakvöld dvelur þar, þar sem hann var í svo annarlegu ástandi í gær að ekki var hægt að yfirheyra hann. 10.9.2009 07:06 Skerðingar á móti hærri framfærslu Réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta í sumarfríi verður afnuminn, skerðing á námslánum vegna tekna aukin og tekið verður harðar á námsmönnum sem þiggja atvinnuleysisbætur til að skera niður kostnað á móti fimmtungshækkun grunnframfærslu námslána. 10.9.2009 06:00 Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjárhluti sumarið 2007. 10.9.2009 06:00 Mállaus börnin vissu ekki hvar þau voru Kafli nýrrar skýrslu vistheimilanefndar um Heyrnleysingjaskólann er sláandi. Í honum lýsa nemendur skólagöngu sinni, og lífi sínu þar með, en lengi bjuggu flestir nemenda á vist skólans. Var sumum ekið í skólann að hausti og sóttir að vori. 10.9.2009 06:00 Sjö-núll fyrir Íslendingum Íslendingar sigruðu Ísraela með sjö mörkum gegn engu í leik U17-liða kvenna á Kópavogsvelli í gær. Þar af skoraði Þórdís Sigfúsdóttir tvö mörk, með mínútu millibili. Leikurinn var þáttur í undankeppni fyrir Evrópumótið 2011. 10.9.2009 06:00 Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu „Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær. 10.9.2009 06:00 Hafna kauptilboði frá Kraft Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtækisins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna. 10.9.2009 06:00 Fleiri Bandaríkjamenn Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu. 10.9.2009 06:00 Hagsmunir að segja frá brotum Sérstakur saksóknari hefur vísað fimm kærumálum Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur blaðamönnum frá. Meðal þess sem vísað er til er lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla og almannahagsmunir sem felast í að greina frá brotum. 10.9.2009 05:45 Sykurskattur hækkar íbúðalán um milljarða Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna. 10.9.2009 05:30 Tveir smáflokkar með í stjórn Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsamstarf, þrátt fyrir ágreining flokkanna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa. 10.9.2009 05:15 Gjaldeyrishöft enn um sinn Áætlun Seðlabanka Íslands um að afnema gjaldeyrishöft er afar varfærin og sú hugmynd er ekki uppi að afnema þau á stuttum tíma. Svo segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. 10.9.2009 05:00 Stjórnvöld tryggi rekstur Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag áskorun til ríkisstjórnarinnar um að rekstur Sementsverksmiðjunnar á staðnum verði tryggður til framtíðar. Skessuhorn segir frá. 10.9.2009 04:45 Mannfallið á Gasa vanmetið Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segja stjórnvöld og her vanmeta mjög í opinberum skýrslum mannfallið sem varð í þriggja vikna hernaði á Gasasvæðinu um síðustu áramót. 10.9.2009 04:00 Virðing borin fyrir Helga „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur. 10.9.2009 04:00 Sala HS Orku væri glapræði Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík fordæmir fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi á mánudag 10.9.2009 04:00 Vill vera forseti önnur fimm ár Jose Manuel Barroso sækist eftir að vera forseti framkvæmdastjórnar ESB í önnur fimm ár. Hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. 10.9.2009 03:45 Bæjarstjóranum var sagt upp Álftanes Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gærkvöld, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að segja upp ráðningarsamningi við Sigurð Magnússon bæjarstjóra. 10.9.2009 03:00 Endurtalning atkvæða óhjákvæmileg Kvörtunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir óhjákvæmilegt að atkvæði úr forsetakosningunum í Afganistan verði endurtalin á kjörstöðum, þar sem rökstuddur grunur leikur á kosningasvindli. 10.9.2009 02:45 Ráðherra setur fram nýja leið Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þá hugmynd sína að kannaðir verði mögulegir sameiningarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðir fyrir Alþingi. Látið yrði í staðinn af fyrirætlunum um að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000. 10.9.2009 02:30 Alls 27 myrtir frá áramótum Alls hafa 27 baráttumenn fyrir réttindum verkafólks verið myrtir í Kólumbíu frá áramótum. Tveir voru myrtir í síðustu viku, að því er fram kemur á vef ASÍ. Verkalýðshreyfingin í Kólumbíu og hin alþjóðlega hafa ítrekað beðið kólumbísk stjórnvöld um að stöðva blóðbaðið, segir á vef ASÍ. 10.9.2009 02:30 Barði lögregluþjón með belti Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað brot gegn valdstjórninni, en honum var gefið að sök að hafa veist að lögreglumanni á Akureyri í sumar. Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að að tæplega þrítugum lögregluþjóninum, sem var við skyldustörf, í anddyri íbúðar á Akureyri og sló hann í andlitið með belti. Árásin átti sér stað aðfaranótt 22. júní síðastliðins. 10.9.2009 02:00 Norðurlöndin sameina krafta Samkeppniseftirlitið og systurstofnanir þess á Norðurlöndum halda sameiginlegan kynningarfund í Reykjavík í dag. Þar verða kynntar sameiginlegar áherslur sem þau hyggjast byggja á í starfi sínu á næstu misserum. Hvatinn að fundinum eru þeir efnahagsörðugleikar sem öll löndin búa við. 10.9.2009 01:30 Borgarbúar áttu fótum fjör að launa Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið vegna skyndiflóða í gær í Istanbúl. Alls hafa nærri þrjátíu manns farist í flóðum við norðvesturströnd Tyrklands nú í vikunni. 10.9.2009 01:15 Átak gert í ferðamálum Blásið hefur verið til átaks til að efla ferðaþjónustuna hér á landi. Það eru iðnaðarráðuneytið, Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg sem taka höndum saman um málið. 10.9.2009 01:00 Ævilangt fangelsi fyrir akstur Tæplega sextugur Kanadamaður, Roger Walsh, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka niður konu í hjólastól. 10.9.2009 00:45 Berst fyrir búrkubanni Sihem Habchi var mikið niðri fyrir þegar hún kom fyrir nýstofnaða þingnefnd í Frakklandi, sem fær það hlutverk að rannsaka fatnað íslamskra kvenna í landinu. 10.9.2009 00:15 Sjá næstu 50 fréttir
Íhaldsmenn vilja stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja Áhrifamenn í breska íhaldsflokknum hafa viðrað hugmyndir um stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja, komist þeir til valda. Breska ríkisútvarpið er meðal þess sem nefnt og póstþjónustan. 10.9.2009 12:09
Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun. 10.9.2009 11:16
Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun Umboðsmaður Alþingis hefur ekki fengið svar frá Vinnumálastofnun vegna fyrirspurnar um nokkur atriði varðandi greiðslur á atvinnuleysisbótum. 10.9.2009 11:02
Hátt í tuttugu sófasettum stolið í Dugguvogi Starfsmenn húsgagnaverslunarinnar Patta ehf. í Dugguvogi ráku upp stór augu þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Í nótt hafði verið farið inn í tvo gáma fyrir utan verslunina og 10-12 glænýjum sófasettum stolið. Í fyrrinótt voru 4-6 sófasett tekin. Tjónið er vel á fjórðu milljón króna. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri segir tjónið gríðarlegt. 10.9.2009 10:38
Vill funda með borgarstjóra um minnisvarða um Helga Hóseasson „Við erum á byrjunarreit en ég vonast til þess að þegar fleiri frétti af söfnuninni að þá fari eitthvað að streyma inn,“ segir Alexander Freyr Einarsson . Hann hefur í samráði við ættingja Helga Hóseassonar ákveðið að hrinda af stað söfnun til þess að hægt verði að reisa minnisvarða um Mótmælanda Íslands, eins og Helgi var oft kallaður. 10.9.2009 10:33
Öryggisvörður yfirbugaði innbrotsþjóf Brotist var inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu, stuttu síðar var öryggisvörðurinn búinn að yfirbuga mann í nýbyggingu skólans. Mikið var búið að róta til í hillum á staðnum, en ekki búið að vinna skemmdir á öðru en rúðunni. Lögreglan kom á staðinn og handtók innbrotsþjófinn. 10.9.2009 09:09
Ósáttir við Farrell vegna dauða hermanns Yfirmenn í breska hernum eru allt annað en sáttir við blaðamanninn Stephen Farrell sem sérsveit NATO bjargaði úr haldi talibana í Kunduz-héraðinu í Afganistan í gær. 10.9.2009 08:38
Eignir Madoffs til sölu Nú er lag að eignast þakhýsi stórsvindlarans Bernards Madoff í New York en íbúðin fer á sölu í næstu viku. 10.9.2009 08:19
Íranar brátt taldir geta smíðað sprengju Bandaríkjamenn vara við því að Íranar séu nú farnir að nálgast það ískyggilega mikið, að geta smíðað kjarnavopn. 10.9.2009 08:16
Sagði Obama ljúga Joe Wilson, þingmaður Suður-Karólínu á Bandaríkjaþingi, var ekkert að skafa af því þegar Barack Obama varði umbætur sínar í heilbrigðismálum á þinginu heldur kallaði fram í ræðu forsetans og sagði hann ljúga. 10.9.2009 08:15
Bréfdúfa fljótari en tölvupóstur Netsamband er svo lélegt í Suður-Afríku að upplýsingatæknifyrirtæki nokkru í Jóhannesarborg hefur tekist að sýna fram á að það er fljótlegra að senda gögn með bréfdúfu en tölvupósti. 10.9.2009 07:33
Fred í rénun Nokkuð dró af fellibylnum Fred á Atlantshafi í gær og fór hann úr þriðja stigs byl niður í annars stigs en vindhraði stjórnar því hvernig fellibylir flokkast á fimm stiga skala. 10.9.2009 07:31
Smyglaði mörgum tonnum af kókaíni Stórtækur kólumbískur kókaínsmyglari, Fabio Enrique Vasco, kvaðst sekur um að hafa smyglað mörgum tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þegar dómari í Miami bað hann að taka afstöðu til sakarefnisins. 10.9.2009 07:29
Myndaðir í bak og fyrir við innbrot Tveir innbrotsþjófar í Brøndby í Danmörku voru handteknir mjög snarlega eftir innbrot í fyrirtæki um síðustu helgi. Þeir vönduðu ekki valið meira en svo, að þeir brutust inn hjá Milestone Systems sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og uppsetningu öryggismyndavéla í Danmörku. 10.9.2009 07:26
Strauk úr fangelsi í pappakassa Stjórnendur hámarksöryggisfangelsisins í Burgundy í Frakklandi kunna engar skýringar á því hvernig stórhættulegum fanga, Jean-Pierre Treiber, tókst að strjúka úr fangelsinu með því að fela sig í pappakassa. 10.9.2009 07:17
Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal unnu björgunarafrek þegar þeir björguðu erlendum fjallgöngumanni úr sjálfheldu í hamrabelti í Þverfjalli við Skutulsfjörð í gærkvöldi. 10.9.2009 07:14
Lampaþjófar enn á ferð Brotist var inn í gróðrastöð í Laugarási í Biskupstugnum í fyrrinótt og þaðan stolið 13 hitalömpum en 28 sams konar lömpum var stolið úr annarri gróðrastöð í uppsveitum Árnessýslu nóttina áður. 10.9.2009 07:11
Harður árekstur á Akureyri Farþegi slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þegar tveir bílar skullu saman á mótum Þórunnar- og Þingvallastrætis upp úr klukkan fjögur í nótt. 10.9.2009 07:09
Fullar fangageymslur í nótt Óvenjumargir afbrotamenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ýmis afbrot. Tvítugur maður, sem handtekinn var í gær, grunaður um ránið í 11-11 verslun við Hlemm í fyrrakvöld dvelur þar, þar sem hann var í svo annarlegu ástandi í gær að ekki var hægt að yfirheyra hann. 10.9.2009 07:06
Skerðingar á móti hærri framfærslu Réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta í sumarfríi verður afnuminn, skerðing á námslánum vegna tekna aukin og tekið verður harðar á námsmönnum sem þiggja atvinnuleysisbætur til að skera niður kostnað á móti fimmtungshækkun grunnframfærslu námslána. 10.9.2009 06:00
Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjárhluti sumarið 2007. 10.9.2009 06:00
Mállaus börnin vissu ekki hvar þau voru Kafli nýrrar skýrslu vistheimilanefndar um Heyrnleysingjaskólann er sláandi. Í honum lýsa nemendur skólagöngu sinni, og lífi sínu þar með, en lengi bjuggu flestir nemenda á vist skólans. Var sumum ekið í skólann að hausti og sóttir að vori. 10.9.2009 06:00
Sjö-núll fyrir Íslendingum Íslendingar sigruðu Ísraela með sjö mörkum gegn engu í leik U17-liða kvenna á Kópavogsvelli í gær. Þar af skoraði Þórdís Sigfúsdóttir tvö mörk, með mínútu millibili. Leikurinn var þáttur í undankeppni fyrir Evrópumótið 2011. 10.9.2009 06:00
Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu „Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær. 10.9.2009 06:00
Hafna kauptilboði frá Kraft Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtækisins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna. 10.9.2009 06:00
Fleiri Bandaríkjamenn Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu. 10.9.2009 06:00
Hagsmunir að segja frá brotum Sérstakur saksóknari hefur vísað fimm kærumálum Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur blaðamönnum frá. Meðal þess sem vísað er til er lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla og almannahagsmunir sem felast í að greina frá brotum. 10.9.2009 05:45
Sykurskattur hækkar íbúðalán um milljarða Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna. 10.9.2009 05:30
Tveir smáflokkar með í stjórn Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsamstarf, þrátt fyrir ágreining flokkanna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa. 10.9.2009 05:15
Gjaldeyrishöft enn um sinn Áætlun Seðlabanka Íslands um að afnema gjaldeyrishöft er afar varfærin og sú hugmynd er ekki uppi að afnema þau á stuttum tíma. Svo segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. 10.9.2009 05:00
Stjórnvöld tryggi rekstur Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag áskorun til ríkisstjórnarinnar um að rekstur Sementsverksmiðjunnar á staðnum verði tryggður til framtíðar. Skessuhorn segir frá. 10.9.2009 04:45
Mannfallið á Gasa vanmetið Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segja stjórnvöld og her vanmeta mjög í opinberum skýrslum mannfallið sem varð í þriggja vikna hernaði á Gasasvæðinu um síðustu áramót. 10.9.2009 04:00
Virðing borin fyrir Helga „Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur. 10.9.2009 04:00
Sala HS Orku væri glapræði Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík fordæmir fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi á mánudag 10.9.2009 04:00
Vill vera forseti önnur fimm ár Jose Manuel Barroso sækist eftir að vera forseti framkvæmdastjórnar ESB í önnur fimm ár. Hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. 10.9.2009 03:45
Bæjarstjóranum var sagt upp Álftanes Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gærkvöld, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að segja upp ráðningarsamningi við Sigurð Magnússon bæjarstjóra. 10.9.2009 03:00
Endurtalning atkvæða óhjákvæmileg Kvörtunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir óhjákvæmilegt að atkvæði úr forsetakosningunum í Afganistan verði endurtalin á kjörstöðum, þar sem rökstuddur grunur leikur á kosningasvindli. 10.9.2009 02:45
Ráðherra setur fram nýja leið Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þá hugmynd sína að kannaðir verði mögulegir sameiningarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðir fyrir Alþingi. Látið yrði í staðinn af fyrirætlunum um að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000. 10.9.2009 02:30
Alls 27 myrtir frá áramótum Alls hafa 27 baráttumenn fyrir réttindum verkafólks verið myrtir í Kólumbíu frá áramótum. Tveir voru myrtir í síðustu viku, að því er fram kemur á vef ASÍ. Verkalýðshreyfingin í Kólumbíu og hin alþjóðlega hafa ítrekað beðið kólumbísk stjórnvöld um að stöðva blóðbaðið, segir á vef ASÍ. 10.9.2009 02:30
Barði lögregluþjón með belti Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað brot gegn valdstjórninni, en honum var gefið að sök að hafa veist að lögreglumanni á Akureyri í sumar. Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að að tæplega þrítugum lögregluþjóninum, sem var við skyldustörf, í anddyri íbúðar á Akureyri og sló hann í andlitið með belti. Árásin átti sér stað aðfaranótt 22. júní síðastliðins. 10.9.2009 02:00
Norðurlöndin sameina krafta Samkeppniseftirlitið og systurstofnanir þess á Norðurlöndum halda sameiginlegan kynningarfund í Reykjavík í dag. Þar verða kynntar sameiginlegar áherslur sem þau hyggjast byggja á í starfi sínu á næstu misserum. Hvatinn að fundinum eru þeir efnahagsörðugleikar sem öll löndin búa við. 10.9.2009 01:30
Borgarbúar áttu fótum fjör að launa Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið vegna skyndiflóða í gær í Istanbúl. Alls hafa nærri þrjátíu manns farist í flóðum við norðvesturströnd Tyrklands nú í vikunni. 10.9.2009 01:15
Átak gert í ferðamálum Blásið hefur verið til átaks til að efla ferðaþjónustuna hér á landi. Það eru iðnaðarráðuneytið, Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg sem taka höndum saman um málið. 10.9.2009 01:00
Ævilangt fangelsi fyrir akstur Tæplega sextugur Kanadamaður, Roger Walsh, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka niður konu í hjólastól. 10.9.2009 00:45
Berst fyrir búrkubanni Sihem Habchi var mikið niðri fyrir þegar hún kom fyrir nýstofnaða þingnefnd í Frakklandi, sem fær það hlutverk að rannsaka fatnað íslamskra kvenna í landinu. 10.9.2009 00:15