Fleiri fréttir

Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag

Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun.

Hátt í tuttugu sófasettum stolið í Dugguvogi

Starfsmenn húsgagnaverslunarinnar Patta ehf. í Dugguvogi ráku upp stór augu þegar þeir mættu til vinnu í morgun. Í nótt hafði verið farið inn í tvo gáma fyrir utan verslunina og 10-12 glænýjum sófasettum stolið. Í fyrrinótt voru 4-6 sófasett tekin. Tjónið er vel á fjórðu milljón króna. Þórarinn Hávarðsson sölustjóri segir tjónið gríðarlegt.

Vill funda með borgarstjóra um minnisvarða um Helga Hóseasson

„Við erum á byrjunarreit en ég vonast til þess að þegar fleiri frétti af söfnuninni að þá fari eitthvað að streyma inn,“ segir Alexander Freyr Einarsson . Hann hefur í samráði við ættingja Helga Hóseassonar ákveðið að hrinda af stað söfnun til þess að hægt verði að reisa minnisvarða um Mótmælanda Íslands, eins og Helgi var oft kallaður.

Öryggisvörður yfirbugaði innbrotsþjóf

Brotist var inn í leikskólann Rofaborg í nótt. Öryggisvörður frá Öryggismiðstöðinni var snöggur á staðinn og sá brotna rúðu, stuttu síðar var öryggisvörðurinn búinn að yfirbuga mann í nýbyggingu skólans. Mikið var búið að róta til í hillum á staðnum, en ekki búið að vinna skemmdir á öðru en rúðunni. Lögreglan kom á staðinn og handtók innbrotsþjófinn.

Ósáttir við Farrell vegna dauða hermanns

Yfirmenn í breska hernum eru allt annað en sáttir við blaðamanninn Stephen Farrell sem sérsveit NATO bjargaði úr haldi talibana í Kunduz-héraðinu í Afganistan í gær.

Eignir Madoffs til sölu

Nú er lag að eignast þakhýsi stórsvindlarans Bernards Madoff í New York en íbúðin fer á sölu í næstu viku.

Sagði Obama ljúga

Joe Wilson, þingmaður Suður-Karólínu á Bandaríkjaþingi, var ekkert að skafa af því þegar Barack Obama varði umbætur sínar í heilbrigðismálum á þinginu heldur kallaði fram í ræðu forsetans og sagði hann ljúga.

Bréfdúfa fljótari en tölvupóstur

Netsamband er svo lélegt í Suður-Afríku að upplýsingatæknifyrirtæki nokkru í Jóhannesarborg hefur tekist að sýna fram á að það er fljótlegra að senda gögn með bréfdúfu en tölvupósti.

Fred í rénun

Nokkuð dró af fellibylnum Fred á Atlantshafi í gær og fór hann úr þriðja stigs byl niður í annars stigs en vindhraði stjórnar því hvernig fellibylir flokkast á fimm stiga skala.

Smyglaði mörgum tonnum af kókaíni

Stórtækur kólumbískur kókaínsmyglari, Fabio Enrique Vasco, kvaðst sekur um að hafa smyglað mörgum tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þegar dómari í Miami bað hann að taka afstöðu til sakarefnisins.

Myndaðir í bak og fyrir við innbrot

Tveir innbrotsþjófar í Brøndby í Danmörku voru handteknir mjög snarlega eftir innbrot í fyrirtæki um síðustu helgi. Þeir vönduðu ekki valið meira en svo, að þeir brutust inn hjá Milestone Systems sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og uppsetningu öryggismyndavéla í Danmörku.

Strauk úr fangelsi í pappakassa

Stjórnendur hámarksöryggisfangelsisins í Burgundy í Frakklandi kunna engar skýringar á því hvernig stórhættulegum fanga, Jean-Pierre Treiber, tókst að strjúka úr fangelsinu með því að fela sig í pappakassa.

Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu

Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði og Hnífsdal unnu björgunarafrek þegar þeir björguðu erlendum fjallgöngumanni úr sjálfheldu í hamrabelti í Þverfjalli við Skutulsfjörð í gærkvöldi.

Lampaþjófar enn á ferð

Brotist var inn í gróðrastöð í Laugarási í Biskupstugnum í fyrrinótt og þaðan stolið 13 hitalömpum en 28 sams konar lömpum var stolið úr annarri gróðrastöð í uppsveitum Árnessýslu nóttina áður.

Harður árekstur á Akureyri

Farþegi slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þegar tveir bílar skullu saman á mótum Þórunnar- og Þingvallastrætis upp úr klukkan fjögur í nótt.

Fullar fangageymslur í nótt

Óvenjumargir afbrotamenn gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir ýmis afbrot. Tvítugur maður, sem handtekinn var í gær, grunaður um ránið í 11-11 verslun við Hlemm í fyrrakvöld dvelur þar, þar sem hann var í svo annarlegu ástandi í gær að ekki var hægt að yfirheyra hann.

Skerðingar á móti hærri framfærslu

Réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta í sumarfríi verður afnuminn, skerðing á námslánum vegna tekna aukin og tekið verður harðar á námsmönnum sem þiggja atvinnuleysisbætur til að skera niður kostnað á móti fimmtungshækkun grunnframfærslu námslána.

Segir Vilhjálm Bjarnason ljúga

Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, segir Vilhjálm Bjarnason hafa sagt ósatt þegar hann sagði að fólk tengt Guðmundi hefði selt stofnfjárhluti sumarið 2007.

Mállaus börnin vissu ekki hvar þau voru

Kafli nýrrar skýrslu vistheimilanefndar um Heyrnleysingjaskólann er sláandi. Í honum lýsa nemendur skólagöngu sinni, og lífi sínu þar með, en lengi bjuggu flestir nemenda á vist skólans. Var sumum ekið í skólann að hausti og sóttir að vori.

Sjö-núll fyrir Íslendingum

Íslendingar sigruðu Ísraela með sjö mörkum gegn engu í leik U17-liða kvenna á Kópavogsvelli í gær. Þar af skoraði Þórdís Sigfúsdóttir tvö mörk, með mínútu millibili. Leikurinn var þáttur í undankeppni fyrir Evrópumótið 2011.

Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu

„Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær.

Hafna kauptilboði frá Kraft

Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtækisins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna.

Fleiri Bandaríkjamenn

Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu.

Hagsmunir að segja frá brotum

Sérstakur saksóknari hefur vísað fimm kærumálum Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur blaðamönnum frá. Meðal þess sem vísað er til er lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla og almannahagsmunir sem felast í að greina frá brotum.

Sykurskattur hækkar íbúðalán um milljarða

Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna.

Tveir smáflokkar með í stjórn

Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsamstarf, þrátt fyrir ágreining flokkanna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa.

Gjaldeyrishöft enn um sinn

Áætlun Seðlabanka Íslands um að afnema gjaldeyris­höft er afar varfærin og sú hugmynd er ekki uppi að afnema þau á stuttum tíma. Svo segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðar­maður fjármálaráðherra.

Stjórnvöld tryggi rekstur

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag áskorun til ríkisstjórnarinnar um að rekstur Sementsverksmiðjunnar á staðnum verði tryggður til framtíðar. Skessuhorn segir frá.

Mannfallið á Gasa vanmetið

Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segja stjórnvöld og her vanmeta mjög í opinberum skýrslum mannfallið sem varð í þriggja vikna hernaði á Gasasvæðinu um síðustu áramót.

Virðing borin fyrir Helga

„Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur.

Sala HS Orku væri glapræði

Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík fordæmir fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi á mánudag

Vill vera forseti önnur fimm ár

Jose Manuel Barroso sækist eftir að vera forseti framkvæmdastjórnar ESB í önnur fimm ár. Hann svaraði spurningum blaðamanna í gær.

Bæjarstjóranum var sagt upp

Álftanes Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gær­kvöld, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að segja upp ráðningarsamningi við Sigurð Magnússon bæjarstjóra.

Endurtalning atkvæða óhjákvæmileg

Kvörtunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir óhjákvæmilegt að atkvæði úr forsetakosningunum í Afganistan verði endurtalin á kjörstöðum, þar sem rökstuddur grunur leikur á kosningasvindli.

Ráðherra setur fram nýja leið

Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitar­félaga þá hugmynd sína að kannaðir verði mögulegir sam­einingarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðir fyrir Alþingi. Látið yrði í staðinn af fyrirætlunum um að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000.

Alls 27 myrtir frá áramótum

Alls hafa 27 baráttumenn fyrir réttindum verkafólks verið myrtir í Kólumbíu frá áramótum. Tveir voru myrtir í síðustu viku, að því er fram kemur á vef ASÍ. Verkalýðshreyfingin í Kólumbíu og hin alþjóðlega hafa ítrekað beðið kólumbísk stjórnvöld um að stöðva blóðbaðið, segir á vef ASÍ.

Barði lögregluþjón með belti

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað brot gegn valdstjórninni, en honum var gefið að sök að hafa veist að lögreglumanni á Akureyri í sumar. Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að að tæplega þrítugum lögregluþjóninum, sem var við skyldustörf, í anddyri íbúðar á Akureyri og sló hann í andlitið með belti. Árásin átti sér stað aðfaranótt 22. júní síðastliðins.

Norðurlöndin sameina krafta

Samkeppniseftirlitið og systurstofnanir þess á Norður­löndum halda sameiginlegan kynningarfund í Reykjavík í dag. Þar verða kynntar sameiginlegar áherslur sem þau hyggjast byggja á í starfi sínu á næstu misserum. Hvatinn að fundinum eru þeir efnahagsörðugleikar sem öll löndin búa við.

Borgarbúar áttu fótum fjör að launa

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið vegna skyndiflóða í gær í Istanbúl. Alls hafa nærri þrjátíu manns farist í flóðum við norðvestur­strönd Tyrklands nú í vikunni.

Átak gert í ferðamálum

Blásið hefur verið til átaks til að efla ferðaþjónustuna hér á landi. Það eru iðnaðarráðuneytið, Ferðamálastofa, Útflutningsráð og Reykjavíkurborg sem taka höndum saman um málið.

Ævilangt fangelsi fyrir akstur

Tæplega sextugur Kanadamaður, Roger Walsh, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka niður konu í hjólastól.

Berst fyrir búrkubanni

Sihem Habchi var mikið niðri fyrir þegar hún kom fyrir nýstofnaða þingnefnd í Frakklandi, sem fær það hlutverk að rannsaka fatnað íslamskra kvenna í landinu.

Sjá næstu 50 fréttir