Innlent

Ráðherra setur fram nýja leið

Kristján Möller
Kristján Möller

Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, hefur kynnt stjórn Sambands íslenskra sveitar­félaga þá hugmynd sína að kannaðir verði mögulegir sam­einingarkostir í hverjum landshluta sem síðar yrðu lagðir fyrir Alþingi. Látið yrði í staðinn af fyrirætlunum um að hækka lágmarksíbúafjölda úr 50 í 1.000.

Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, mun kynna viðhorf ráðherrans í stjórn sambandsins og í framhaldinu fara fram frekari umræður um leiðir til sameiningar sem lið í eflingu sveitarstjórnarstigsins. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×