Erlent

Eignir Madoffs til sölu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Íbúðin á Manhattan er ekkert slor, að sögn kunnugra.
Íbúðin á Manhattan er ekkert slor, að sögn kunnugra. MYND/Reuters/US Marshals

Nú er lag að eignast þakhýsi stórsvindlarans Bernards Madoff í New York en íbúðin fer á sölu í næstu viku.

Ef þú átt tíu milljónir dollara og langar í fasteign á besta stað á Manhattan, þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir og veitingahús, væri ef til vill ekki vitlaust að hafa samband við Sotheby's International Realty og gera tilboð. Hið glæsilega þakhýsi er á austurhluta Manhattan og sé litið fram hjá merkimiðum bandarísku alríkislögreglunnar FBI á málverkum og húsmunum lítur hreinlega út fyrir að Madoff gæti gengið þar inn á hverri stundu.

Það gerir hann þó líklega ekki, að minnsta kosti ekki næstu 150 árin en það er fangelsisdómurinn sem hann hlaut fyrir að svíkja milljarða út úr viðskiptamönnum sínum sem töldu sig vera að ávaxta fé sitt með afbrigðum vel. Íbúðin á Manhattan er ein af þremur fasteignum Madoffs sem komnar eru í sölumeðferð en auk annars á hann glæsivillu á Palm Beach. Þá verða þrjár snekkjur í eigu svindlarans boðnar upp, húsmunir fyrir milljónir dollara og forláta Mercedes Benz-bifreið svo ljóst er að einhverjir eiga eftir að gera góð kaup á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×