Innlent

Bæjarstjóranum var sagt upp

Álftanes Bæjarstjórn Álftaness samþykkti í gær­kvöld, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að segja upp ráðningarsamningi við Sigurð Magnússon bæjarstjóra.

Kristín Fjóla Bergþórsdóttir sagði af sér sem forseti bæjarstjórnar og var Kristinn Guðlaugsson kjörinn í hennar stað. Hann kemur af lista Sjálfstæðisflokksins en hin tvö af Álftaneslistanum.

Meirihlutalaust hefur verið í bæjarfélaginu í einn og hálfan mánuð eftir endurkomu Kristjáns Sveinbjörnssonar í bæjarstjórn. Viðræður um myndun nýs meirihluta hafa ekki borið árangur.

Guðmundur G. Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að mynda nýjan meirihluta fyrir næsta bæjarstjórnarfund, sem verður að viku liðinni. Ástandið í fjármálunum sé þannig að menn verði að taka höndum saman til að leysa vandamálin.

Pálmi Másson skrifstofustjóri gegnir nú stöðu bæjarstjóra, en samkvæmt lögum er skrifstofustjóri staðgengill bæjarstjóra.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×