Erlent

Ævilangt fangelsi fyrir akstur

Tæplega sextugur Kanadamaður, Roger Walsh, var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að aka niður konu í hjólastól.

Walsh var blindfullur og ók skömmu síðar út í skurð þar sem hann var svo handtekinn. Þetta var í nítjánda sinn sem hann hlýtur dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Dómari í Quebec sagði Walsh greinilega óforbetranlegan og miklar líkur á að hann brjóti af sér í framtíðinni.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Kanada sem lífstíðardómur er kveðinn upp vegna ölvunar­aksturs.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×