Erlent

Íhaldsmenn vilja stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja

Áhrifamenn í breska íhaldsflokknum hafa viðrað hugmyndir um stórtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja, komist þeir til valda. Breska ríkisútvarpið er meðal þess sem nefnt og póstþjónustan.

Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í Bretlandi í meira en áratug. Kosningar verða haldnar þar ekki síðar en næsta vor. Hugsanlegt er að þá komist íhaldsmenn til áhrifa.

Fjármálakreppan hefur gengið nærri bresku efnahagslífi, en meðal annars hefur háum fjárhæðum úr vasa skattgreiðenda verið varið til að þjóðnýta banka eða reisa þá við sem voru að falli komnir.

Fjárlagahallinn í Bretlandi er mikill og menn ræða leiðir til að rétta hann við.

Ýmsir áhrifamenn í breska íhaldsflokknum hafa undanfarið viðrað ýmsar hugmyndir í þeim efnum; einkavæðing er þar ofarlega á blaði. Að sögn breska blaðsins Telegraph hafa þeir nefnt að sundra breska ríkisútvarpinu og einkavæða hluta þess. Þá er póstþjónustan, Royal Mail, einnig nefnd. Auk þess að einkavæða að nýju þjóðnýtta banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×