Erlent

Tveir smáflokkar með í stjórn

Kamei, Hatoyama og Fukushima
Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja.
fréttablaðið/AP
Kamei, Hatoyama og Fukushima Leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja. fréttablaðið/AP

Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsamstarf, þrátt fyrir ágreining flokkanna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa.

Þau Shizuka Kamei, leiðtogi Nýja þjóðarflokksins, og Mizuho Fukushima, leiðtogi Sósíaldemókrata, segja stjórnarsáttmálann góðan. Bæði verða þau ráðherrar í nýju stjórninni.

Lýðræðisflokkurinn vann yfirburðasigur í þingkosningum fyrr í mánuðinum, og gæti myndað stjórn án aðildar annarra flokka. Í næstu viku kýs þingið um nýja ríkisstjórn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×