Erlent

Berst fyrir búrkubanni

Sihem Habchi
Sihem Habchi

Sihem Habchi var mikið niðri fyrir þegar hún kom fyrir nýstofnaða þingnefnd í Frakklandi, sem fær það hlutverk að rannsaka fatnað íslamskra kvenna í landinu.

Habchi hefur barist fyrir því að búrkur og andlitsskýlur verði bannaðar með lögum, vegna þess að slíkur fatnaður einangri þær í sam­félaginu.

Habchi er formaður samtaka sem nefnast „Hvorki hórur né undirgefnar“ og berjast fyrir auknum réttindum íslamskra kvenna og stúlkna í fátækrahverfum Frakklands. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×