Sykurskattur hækkar íbúðalán um milljarða 10. september 2009 05:30 Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna. Greiðslubyrðin hækkar sem þessu nemur, sem hefur í för með sér 700 króna hækkun á mánuði, 8.400 króna hækkun á ári, fyrir fjölskyldu sem greiðir 100.000 krónur á mánuði af verðtryggðu láni. Hækkun opinberra gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti, sem samþykkt var í maí á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum í tekjur á ári. Með hækkun vörugjalda á sælgæti og ýmsar matvörur, sem gengu í gildi 1. september, var ætlunin að auka tekjur ríkissjóðs um 2,7 milljarða á ári. Vísitöluáhrif þessara skattahækkana eru samtals um 0,7 prósent, samkvæmt útreikningum Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á þau heimili sem eru með verðtryggð lán,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hagstæðara sé fyrir heimilin að ríkissjóður hækki beina skatta eins og tekjuskatt og tryggingargjald, frekar en óbeina skatta eins og virðisaukaskatt og vörugjöld. Ríkisstjórnin ætlar að auka skattheimtu um 28 til 30 milljarða króna á næsta ári, auk þess sem skorið verður niður í ríkisrekstri um 33 til 35 milljarða. Fram til 2013 þarf ríkissjóður að skapa sér 179 milljarða króna svigrúm til að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að allar tegundir skattahækkana komi til skoðunar. Um málflutning Neytendasamtakanna segir hann að sá kostnaðarauki sem fylgi beinum sköttum skili sér inn í verðlag og vísitölur þótt það gerist ekki jafnhratt og þegar óbeinir skattar séu hækkaðir. - pg Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Þær hækkanir á óbeinum sköttum, sem Alþingi hefur samþykkt í sumar, hækka höfuðstól verðtryggðra íbúðalána heimilanna um 0,7 prósent, um átta og hálfan milljarð króna. Greiðslubyrðin hækkar sem þessu nemur, sem hefur í för með sér 700 króna hækkun á mánuði, 8.400 króna hækkun á ári, fyrir fjölskyldu sem greiðir 100.000 krónur á mánuði af verðtryggðu láni. Hækkun opinberra gjalda á áfengi, tóbak og eldsneyti, sem samþykkt var í maí á að skila ríkissjóði fjórum milljörðum í tekjur á ári. Með hækkun vörugjalda á sælgæti og ýmsar matvörur, sem gengu í gildi 1. september, var ætlunin að auka tekjur ríkissjóðs um 2,7 milljarða á ári. Vísitöluáhrif þessara skattahækkana eru samtals um 0,7 prósent, samkvæmt útreikningum Jóns Bjarka Bentssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka. „Þetta kemur með tvöföldum þunga á þau heimili sem eru með verðtryggð lán,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hagstæðara sé fyrir heimilin að ríkissjóður hækki beina skatta eins og tekjuskatt og tryggingargjald, frekar en óbeina skatta eins og virðisaukaskatt og vörugjöld. Ríkisstjórnin ætlar að auka skattheimtu um 28 til 30 milljarða króna á næsta ári, auk þess sem skorið verður niður í ríkisrekstri um 33 til 35 milljarða. Fram til 2013 þarf ríkissjóður að skapa sér 179 milljarða króna svigrúm til að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að allar tegundir skattahækkana komi til skoðunar. Um málflutning Neytendasamtakanna segir hann að sá kostnaðarauki sem fylgi beinum sköttum skili sér inn í verðlag og vísitölur þótt það gerist ekki jafnhratt og þegar óbeinir skattar séu hækkaðir. - pg
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira