Framsalsgögnin komin - farið fram á gæsluvarðhald í dag Breki Logason skrifar 10. september 2009 11:16 Hosmany Ramos Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun. Skömmu eftir handtökuna var ljóst að brasilísk stjórnvöld myndu setja fram framsalsbeiðni vegna Ramos en gögnin hafa verið lengi á leið hingað til lands. Dómsmálaráðuneytið staðfesti hinsvegar í samtali við fréttastofu að þau væru nú komin. Hosmany er á flótta frá Brasilíu eftir að hafa verið dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í landi fyrir stórfelld fíkniefnamisferli og morðs á flugmanni sem starfaði fyrir hann við fíkniefnaflutning. Sjálfur er Hosmany menntaður lýtalæknir og er óhætt að segja að hann sé einn þekktasti fangi Brasilíu. Hann hefur meðal annars skrifað bækur auk þess sem hann hefur gagnrýnt aðbúnað fanga þar í landi harðlega. Sjálfur segist hann óttast um líf sitt af þeim ástæðum. Það er því spurning hvort Ramos verði framseldur til Brasilíu en engir framsalssamningar eru á milli Íslands og Brasilíu. Hilmar segir að ljóst sé að farið verið fram á gæsluvarðhald yfir Ramos vegna framsalsbeiðninnar, þeirri kröfu verði hinsvegar mætt af sinni hálfu og umbjóðanda síns í dómssölum síðar í dag. Tengdar fréttir Enn beðið eftir framsalsgögnum vegna Ramos Smári Sigurðsson yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir að viðeigandi gögn vegna framsals á Brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi hafi ekki enn borist. Yfirvöld í Brasilíu hafa staðfest að þau muni krefjast framsals á Ramos en hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi hér á landi. Ramos mun losna úr haldi þann 11.september. 2. september 2009 12:20 Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. 4. september 2009 15:43 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Brasilískur dómsmálaráðherra vill til Íslands út af glæpamanni Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan. 20. ágúst 2009 14:24 Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. 16. ágúst 2009 18:42 Brasilísk stjórnvöld fara fram á framsal stórglæpamanns Brasilísk stjórnvöld hafa farið formlega fram á það að brasilíumaðurinn Hosmany Ramos verði framseldur. 17. ágúst 2009 18:43 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneytinu hafa borist framsalsgögn frá brasilískum stjórnvöldum vegna lýtalæknisins Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi um miðjan ágúst. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns Ramos verður gæsluvarðhalds krafist yfir honum síðar í dag. Ramos var dæmdur í 30 daga fangelsi þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns í Leifsstöð og lýkur afplánun þess dóms á morgun. Skömmu eftir handtökuna var ljóst að brasilísk stjórnvöld myndu setja fram framsalsbeiðni vegna Ramos en gögnin hafa verið lengi á leið hingað til lands. Dómsmálaráðuneytið staðfesti hinsvegar í samtali við fréttastofu að þau væru nú komin. Hosmany er á flótta frá Brasilíu eftir að hafa verið dæmdur í áratuga fangelsisvist þar í landi fyrir stórfelld fíkniefnamisferli og morðs á flugmanni sem starfaði fyrir hann við fíkniefnaflutning. Sjálfur er Hosmany menntaður lýtalæknir og er óhætt að segja að hann sé einn þekktasti fangi Brasilíu. Hann hefur meðal annars skrifað bækur auk þess sem hann hefur gagnrýnt aðbúnað fanga þar í landi harðlega. Sjálfur segist hann óttast um líf sitt af þeim ástæðum. Það er því spurning hvort Ramos verði framseldur til Brasilíu en engir framsalssamningar eru á milli Íslands og Brasilíu. Hilmar segir að ljóst sé að farið verið fram á gæsluvarðhald yfir Ramos vegna framsalsbeiðninnar, þeirri kröfu verði hinsvegar mætt af sinni hálfu og umbjóðanda síns í dómssölum síðar í dag.
Tengdar fréttir Enn beðið eftir framsalsgögnum vegna Ramos Smári Sigurðsson yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir að viðeigandi gögn vegna framsals á Brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi hafi ekki enn borist. Yfirvöld í Brasilíu hafa staðfest að þau muni krefjast framsals á Ramos en hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi hér á landi. Ramos mun losna úr haldi þann 11.september. 2. september 2009 12:20 Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. 4. september 2009 15:43 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Brasilískur dómsmálaráðherra vill til Íslands út af glæpamanni Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan. 20. ágúst 2009 14:24 Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. 16. ágúst 2009 18:42 Brasilísk stjórnvöld fara fram á framsal stórglæpamanns Brasilísk stjórnvöld hafa farið formlega fram á það að brasilíumaðurinn Hosmany Ramos verði framseldur. 17. ágúst 2009 18:43 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Enn beðið eftir framsalsgögnum vegna Ramos Smári Sigurðsson yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra segir að viðeigandi gögn vegna framsals á Brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos sem handtekinn var hér á landi hafi ekki enn borist. Yfirvöld í Brasilíu hafa staðfest að þau muni krefjast framsals á Ramos en hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi hér á landi. Ramos mun losna úr haldi þann 11.september. 2. september 2009 12:20
Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52
Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. 4. september 2009 15:43
Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07
Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37
Brasilískur dómsmálaráðherra vill til Íslands út af glæpamanni Brasilíski dómsmálaráðherrann, Romeu Tuma Junior sagði í þarlendum fjölmiðlum að hann væri tilbúinn til þess að koma til Íslands ef það liðkaði fyrir framsali lýtalæknisins Hosmany Ramos sem var handtekinn á Leifsstöð fyrir um viku síðan. 20. ágúst 2009 14:24
Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. 16. ágúst 2009 18:42
Brasilísk stjórnvöld fara fram á framsal stórglæpamanns Brasilísk stjórnvöld hafa farið formlega fram á það að brasilíumaðurinn Hosmany Ramos verði framseldur. 17. ágúst 2009 18:43