Erlent

Fred í rénun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fellibylur, þó ekki Fred.
Fellibylur, þó ekki Fred.

Nokkuð dró af fellibylnum Fred á Atlantshafi í gær og fór hann úr þriðja stigs byl niður í annars stigs en vindhraði stjórnar því hvernig fellibylir flokkast á fimm stiga skala. Ólíklegt er að Fred nái að gera nokkurn usla úr þessu, hann hefur aldrei komist nær landi en 1.300 kílómetra og þurrt loft í næsta nágrenni hans mun að líkindum gera út af við hann og breyta honum í hitabeltislægð um eða rétt eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×