Innlent

Gjaldeyrishöft enn um sinn

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson

Áætlun Seðlabanka Íslands um að afnema gjaldeyris­höft er afar varfærin og sú hugmynd er ekki uppi að afnema þau á stuttum tíma. Svo segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðar­maður fjármálaráðherra.

Hann var spurður hvort höftin sendu ekki þau skilaboð til umheimsins að hér væri allt í ólestri. Hvort ekki gæti verið kominn tími til að láta krónuna gossa.

„Ég held að fáir séu tilbúnir að taka þá áhættu. Menn óttast að afleiðingar af miklu gengis­hruni veiki enn tiltrú manna á endurreisninni. Ég held að einhvers konar stöðugleiki sé það mikilvægasta,“ segir Indriði.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×