Erlent

Sagði Obama ljúga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Joe Wilson, þingmaður Suður-Karólínu á Bandaríkjaþingi, var ekkert að skafa af því þegar Barack Obama varði umbætur sínar í heilbrigðismálum á þinginu heldur kallaði fram í ræðu forsetans og sagði hann ljúga. Wilson baðst reyndar afsökunar á tiltækinu eftir á en eftir stendur að þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem forseti Bandaríkjanna sætir slíku frammíkalli. Wilson kallaði það lygi þegar Obama hafnaði því að umbætur hans í heilbrigðismálum næðu einnig til ólöglegra innflytjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×