Innlent

Sala HS Orku væri glapræði

Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík fordæmir fyrirætlanir meirihluta borgarstjórnar um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku.

Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi á mánudag.

Er það skoðun fundarins að orkufyrirtæki eigi að vera í almannaeigu. Mikilvægt sé að standa vörð um auðlindir og glapræði að selja orkufyrirtæki til einkaaðila.

Er skorað á borgarstjórn að hafna samningi Magma Energy Sweden við Orkuveituna. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×