Erlent

Hafna kauptilboði frá Kraft

Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtækisins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna.

Forsvarsmenn Cadbury sögðu tilboð Kraft einfaldlega ekki nægilega gott. Sérfræðingar telja hugsanlegt að Kraft muni gera nýtt tilboð en einnig er talið líklegt að Nestlé og Hershey geri tilboð.

Í yfirlýsingu frá Kraft kemur fram að fyrirtækið telji að samlegðaráhrifin yrðu mjög mikil með sameiningu fyrirtækjanna. Hægt yrði að spara hátt í 625 milljónir punda á ári vegna dreifingar, markaðssetningar og vöruþróunar. - th






Fleiri fréttir

Sjá meira


×