Innlent

Barði lögregluþjón með belti

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað brot gegn valdstjórninni, en honum var gefið að sök að hafa veist að lögreglumanni á Akureyri í sumar. Samkvæmt ákæru réðst maðurinn að að tæplega þrítugum lögregluþjóninum, sem var við skyldustörf, í anddyri íbúðar á Akureyri og sló hann í andlitið með belti. Árásin átti sér stað aðfaranótt 22. júní síðastliðins.

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær og vegna þess að játning mannsins lá fyrir var málið dómtekið þá þegar. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×