Erlent

Myndaðir í bak og fyrir við innbrot

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir innbrotsþjófar í Brøndby í Danmörku voru handteknir mjög snarlega eftir innbrot í fyrirtæki um síðustu helgi. Þeir vönduðu ekki valið meira en svo, að þeir brutust inn hjá Milestone Systems sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og uppsetningu öryggismyndavéla í Danmörku. Svo vildi til að einmitt var verið að prófa nýjar háskerpumyndavélar og voru þær uppi um alla veggi innan- sem utanhúss. Þjófarnir voru því eins og fyrirsætur á vettvangi og var lögreglan fljót að bera kennsl á þá enda hefur hún hitt þá áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×