Innlent

Stjórnvöld tryggi rekstur

frá akranesi 45 manns vinna í verksmiðjunni.fréttablaðið/H.kr
frá akranesi 45 manns vinna í verksmiðjunni.fréttablaðið/H.kr MYND/H.Kr

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum á þriðjudag áskorun til ríkisstjórnarinnar um að rekstur Sementsverksmiðjunnar á staðnum verði tryggður til framtíðar. Skessuhorn segir frá.

Í samþykktinni kemur fram að rekstur verksmiðjunnar sé mikil­vægur hlekkur í atvinnustarfsemi á Íslandi. Allt að 150 manns á Akranesi byggi afkomu sína á starfsemi verksmiðjunnar og mjög veigamiklir hagsmunir felist í gjaldeyrissparnaði með notkun íslensks hráefnis. Þá skorar bæjarstjórn Akraness á þingmenn Norðvesturkjördæmis að fylgja ályktun­inni eftir. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×