Erlent

Ósáttir við Farrell vegna dauða hermanns

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stephen Farrell.
Stephen Farrell.

Yfirmenn í breska hernum eru allt annað en sáttir við blaðamanninn Stephen Farrell sem sérsveit NATO bjargaði úr haldi talibana í Kunduz-héraðinu í Afganistan í gær. Breskur hermaður féll í átökunum og segir heimildamaður innan hersins í viðtali við Telegraph að miðað við þann fjölda tilskipana sem Farrell og aðrir blaðamenn hefðu fengið, um að vera ekki á ferð á þessu svæði, væri það spurning hvort björgun Farrells hefði verið fórnarkostnaðarins virði. Sjálfur er Farrell niðurbrotinn og harmar hvort tveggja, dauða túlks síns og breska hermannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×