Erlent

Smyglaði mörgum tonnum af kókaíni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stórtækur kólumbískur kókaínsmyglari, Fabio Enrique Vasco, kvaðst sekur um að hafa smyglað mörgum tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þegar dómari í Miami bað hann að taka afstöðu til sakarefnisins. Vasco notaði skip og báta til að flytja farm sinn milli landa á nokkurra ára tímabili en var handtekinn í Miami í janúar eftir ítarlega rannsókn lögreglu. Vasco starfaði á tímabili með hinum alræmda Medellin-eiturlyfjahring í Mexíkó og gæti átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×