Erlent

Alls 27 myrtir frá áramótum

Alls hafa 27 baráttumenn fyrir réttindum verkafólks verið myrtir í Kólumbíu frá áramótum. Tveir voru myrtir í síðustu viku, að því er fram kemur á vef ASÍ. Verkalýðshreyfingin í Kólumbíu og hin alþjóðlega hafa ítrekað beðið kólumbísk stjórnvöld um að stöðva blóðbaðið, segir á vef ASÍ.

Annar þeirra sem myrtir voru í síðustu viku starfaði fyrir alþjóðafyrirtækið Nestlé. Skömmu áður en hann var skotinn til bana hafði verkalýðsfélag hans sett fram kröfur á hendur fyrirtækinu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×