Fleiri fréttir Fordæmi eru fyrir því að fólk taki systkini sín í fóstur Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndastofu. 9.9.2009 19:52 Meintur hundafantur kærir bjargvætt Hundabjargvætturinn Anna María Birgisdóttir, sem bloggar um reynslu sína í dag og segir að þrennt hafi gengið í skrokk á henni á Geirsnefi, hefur verið kærð af meinta hundafantinum. Þetta staðfestir aðstoðaryfirlögregluþjónninn Árni Vigfússon. 9.9.2009 18:19 Spurningalisti ESB gerður opinber Spurningalisti framkvæmdarstjórnar ESB, sem Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í gær, hefur verið gerður opinber á heimasíðu ráðuneytisins. 9.9.2009 17:14 Tólf ráðherrar en sautján aðstoðarmenn Pólitískir aðstoðarmenn núverandi ríkisstjórnar eru öllu fleiri en ráðherrarnir. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ráðherrar hafi heimild til að ráða sér einn pólitískan aðstoðarmann. Séu þeir fleiri, sé farið á svig við lög. 9.9.2009 19:08 Borgarahreyfingin sem grasrótarafl Fjórtán liðsmenn Borgarahreyfingarinnar, þar af allir þingmenn hennar, hafa sent frá sér tillögur að samþykktum þar sem áréttað er að hreyfingin verði sem slík áfram en ekki flokki. 9.9.2009 20:35 Björguðu Ísraela í sjálfheldu Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út um klukkan fjögur í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Þverfelli í Engidal í Skutulsfirði. Maðurinn, sem er frá Ísrael, var á göngu í fjallinu en fór töluvert út fyrir gönguleið og sat svo fastur í klettabelti í um 800 metra hæð. 9.9.2009 19:56 Hátt í 10 þjófar handteknir í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið hátt í tug manna í sérstakri aðgerð gegn þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur lögreglan lagt hald á verðmætt þýfi. Vísir fékk þær upplýsingar frá lögreglunni að aðgerðin teygi sig yfir allt höfuðborgarsvæðið en henni er stjórnað af lögreglumönnum á hverfastöðinni í Grafarvogi. Málið er enn í rannsókn. 9.9.2009 16:54 Segist hafa sogið bensín en ekki áfengi Karlmaður sem var sviptur ökuleyfi tímabundið fyrr á árinu segir að bensín sem hann saug upp í sig hafi ruglað áfengismæla lögreglu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nýverið ekki á þá skýringu og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð í dag. 9.9.2009 16:46 „Madeleine er dáin“ Dómstóll í Portúgal hefur sett lögbann á bók sem fyrrverandi lögreglumaður þar í landi hefur skrifað um mál Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi árið 2007. Maðurinn, Goncalo Amaral tók þátt í rannsókn málsins á sínum tíma og staðhæfir hann að Maddý sé dáin og að hann leggi engan trúnað á sögu foreldra hennar sem halda því fram að þau hafi verið að borða á veitingastað í nágrenninu þegar stúlkan hvarf. 9.9.2009 16:21 Hundaníðingar gengu í skrokk á ungri konu Tvær konur og einn karlmaður gengu í skrokk á ungri konu á Geirsnefi, á útivistarsvæði fyrir hunda, á mánudaginn. Stúlkan segir að konurnar, sem eru mæðgur, hafi sparkað í hana, hangið í hárinu á sér, kýlt sig og lamið. 9.9.2009 16:19 Landspítalaforstjóri tekur sér leyfi til að vinna í heilbrigðisráðuneytinu Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala tekur að sér tímabundna verkefnisstjórn við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um samstarf og markvissari verkaskiptingu á milli heilbrigðisstofnana. Áður hafði verið tilkynnt að Hulda, sem tók til starfa sem forstjóri í fyrrahaust, myndi taka sér ársleyfi frá störfum. 9.9.2009 15:53 Barnabarn Stalíns höfðar mál Jósef Stalín var fyrir rétti í Rússlandi síðastliðinn mánudag. Þar var tekið fyrir mál sem barnabarn hans höfðaði gegn dagblaði sem hélt því fram að hann hefði fyrirskipað morð á sovéskum ríkisborgurum. 9.9.2009 15:45 Ekki borgarinnar að reisa styttu fyrir Helga Hóseasson „Ef það er svona mikill áhugi fyrir málinu og 20 þúsund manns búnir að skrá sig fyrir því að þá þarf í raun og veru hver og einn ekki að borga nema þúsund kall í framlag og þá eru komnar 20 milljónir fyrir styttunni," segir Óskar Bergsson, 9.9.2009 15:43 Karlmaður handtekinn vegna ránsins í 11-11 Karlmaður um tvítugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á ráni sem var framið í verslun 11-11 við Hlemm á ellefta tímanum í gærkvöld. 9.9.2009 15:04 Rebekka á von á barni í nóvember Rebekka María Jóhannesdóttir er aðeins 22 ára gömul en hefur gengið í gegnum miklar raunir á stuttri ævi. 9.9.2009 14:45 Læknum ráðlagt að drekka sex kaffibolla á dag Örþreyttum áströlskum læknum hefur verið ráðlagt að drekka sex bolla af kaffi á dag til þess að halda sér vakandi. 9.9.2009 14:45 Hækkun framfærslunnar hefur áhrif á 80 prósent stúdenta „Við erum mjög ánægð með þessar breytingar. Við höfum reiknað út að þetta felur í sér breytingar fyrir 80% stúdenta eða þá sem eru með tekjur undir 1750 þúsund krónum á ári. Það eru mjög fáir með hærri árstekjur en það,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 20%, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 120 þúsund krónur. 9.9.2009 14:02 Framfærsla námsmanna hækkar um 20 prósent Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 20% og hækkar hún í 120 þúsund krónur á mánuði. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita lánasjóðnum einn milljarð króna á fjárlögum ársins 2010 til þess að hækka framfærslugrunn sjóðsins. Ýmsar breytingar verða jafnframt gerðar á samspili námslána og atvinnuleysisbóta og er markmiðið að hvetja fólk til náms sem annars væri á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynntu breytingarnar á blaðamannafund í dag. 9.9.2009 13:44 Fólki ráðlagt að kyssast minna Frakkar kyssast meira en flestir aðrir. Ekki aðeins í ástarbríma heldur er það einnig viðtekin venja að fólk kyssist á kinnina þegar það heilsar. Svínaflensan hefur nú gert strik í reikninginn. Fólki er ráðlagt að kyssast minna og á nokkrum opinberum stofnunum, svosem sjúkrahúsum hafa kossar hreinlega verið bannaðir. 9.9.2009 13:30 Jarðskjálfti í Ölfusi Jarðskjálftahrina hófst í Ölfusi á tólfta tímanum í dag. Klukkan 12:21 varð jarðskjálfti um 9 kílómetra vestsuðvestan af Selfossi og var hann tæplega 3 stig á Richter. 9.9.2009 13:00 Sérstakur ríkissaksóknari vísar frá kæru á hendur blaðamönnum Settur ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur fimm blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Um er að ræða blaðamennina Agnesi Bragadóttur og Þorbjörn Þórðarson, blaðamenn á Morgunblaðinu, Kristinn Hrafnsson, sem nú starfar á RÚV, Egill Helgason, pistlahöfundur á Eyjunni, og Guðmundur Magnússon ritstjóri Eyjunnar. 9.9.2009 12:42 Skókastarinn hefur fengið tilboð um kvennabúr Íraski fréttamaðurinn sem kastaði skóm sínum í George Bush hefur fengið ótal tilboð um bíla, kvennabúr og önnur jarðnesk gæði þegar honum verður sleppt úr fangelsi. 9.9.2009 12:24 Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9.9.2009 12:14 Mun fleiri fasteignir seldar á nauðungarsölu Tæplega helmingi fleiri fasteignir hafa verið seldar á nauðungarsölu í Reykjavík það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Búist er við holskeflu uppboða í nóvember þegar lög um frestun á nauðungarsölu renna út. 9.9.2009 12:02 Halldór hugar að Hafnarfirði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísarfirði, mun hugsanlega gefa kost á sér til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara í vor. Heimildir Vísis herma að Haraldur Ingólfsson sem hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í bænum undanfarin misseri hyggist hætta og því þurfi að finna nýjan oddvita á listann fyrir kosningarnar. 9.9.2009 11:17 Eftirlýst kona handtekin með þýfi Töluvert af þýfi fannst við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur fyrir hádegi í gær. Um er að ræða hluti sem var stolið í nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. 9.9.2009 11:14 Katrín skipar vinnuhóp vegna fornleifarannsókna á Alþingisreit Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu að því er varðar fornleifarannsóknir á Alþingisreit og næsta nágrenni og um varðveislu og sýningu á þeim fornleifum sem þegar hafa fundist. 9.9.2009 10:59 Vistheimili á dagskrá borgarráðs Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann sem kynnt var í gær er á dagskrá fundar borgarráðs á morgun. Þetta sagði Magnús Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, í samtali við fréttastofu. 9.9.2009 10:47 Fleiri vilja styttu en mótmæltu Icesave Fleiri vilja reisa minnisverða um Helga Hóseasson en skoruðu á forseta Íslands á samskiptavefnum Facebook að skrifa ekki undir eitt umdeildasta mál síðari ára, ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. 9.9.2009 10:24 Milljónatjón þegar vinnuvélar voru skemmdar við Nauthólsvík Milljónatjón varð þegar miklar skemmdir voru unnar á um 20 vinnuvélum á svæðinu þar sem Háskólinn í Reykjavík rís við Nauthólsvík í nótt. Skorið var á dekk og vírar og slöngur klipptar í sundur. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan ekki vísbendingar um hver var að verki en alls urðu um 5 verktakafyrirtæki fyrir tjóni. 9.9.2009 10:04 Sumarið það sjöunda hlýjasta í Reykjavík Sumarið í sumar er það sjöunda hlýjasta í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1870 og þriðja þurra sumarið í röð. Þetta kemur fram þegar rýnt er í gögn yfir veðurlagið í sumar. 9.9.2009 10:00 Dagur vill ræða skýrslu vistheimilanefndar í borgarráði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að vistheimilisskýrslan svonefnda verði sett á dagskrá borgarráðs. Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann var kynnt í gær en hún var unnin eftir að upp komst um illa meðferð á Breiðavík. 9.9.2009 09:44 Halldór hættir sem bæjarstjóri á Ísafirði Á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi tilkynnti Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. 9.9.2009 09:07 Rússar og Úkraínumenn deila á ný um gas Gasdeila Rússa og Úkraínumanna virðist vera að taka sig upp á nýjan leik en hún var nær búin að valda alvarlegum gasskorti í nokkrum Evrópulöndum þegar sem kaldast var síðasta vetur. 9.9.2009 08:33 NASA gæti hætt við tunglleiðangur Bandaríska geimvísindastofnunin NASA íhugar að hætta við áætlun sína um tunglferð og einbeita sér frekar að Mars. 9.9.2009 08:21 Uppsagnir í Japan 230.000 á árinu Atvinnuleysi í Japan mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni. 9.9.2009 07:37 Danskur Bond á 300 km hraða Lögreglan á Norður-Jótlandi hafði á sunnudag hendur í hári vélhjólamanns sem mældist á hvorki meira né minna en 300 kílómetra hraða á klukkustund. 9.9.2009 07:33 Obama varar við upplýsingum á Facebook Barack Obama Bandaríkjaforseti varar bandaríska unglinga við því að setja of mikið af persónulegum upplýsingum á samskiptavefinn Facebook. 9.9.2009 07:31 Sérsveit NATO frelsaði blaðamann úr klóm talibana Sérsveitir á vegum NATO frelsuðu breska blaðamanninn Stephen Farrell úr klóm talibana í leifturárás sem gerð var í gær. 9.9.2009 07:29 Bítlunum ætlað að rífa upp söluna Tónlistar- og tölvuleikjaiðnaðurinn í Bretlandi og Bandaríkjunum reiðir sig nú á gamla félaga til að rífa upp sölutölur á lokafjórðungi ársins, nefnilega Bítlana fornfrægu frá Liverpool. 9.9.2009 07:27 Segja Bretland á leið út úr kreppunni Breska hag- og félagsfræðistofnunin lætur í veðri vaka að Bretland sé að sigla út úr kreppunni á ný. Þetta sýni hagvöxtur í maí, júní og júlí. 9.9.2009 07:25 Gróðurhúsalampar ófundnir Lögreglan á Selfossi leitar enn þjófa sem brutust inn í gróðrastöð í Biskupstungum í fyrrinótt og stálu þaðan 28 gróðurhúsalömpum, sem notaðir eru til að örva vöxt plantnanna. 9.9.2009 07:19 Aukafundur í bæjarstjórn Álftaness Aukafundur verður haldinn í bæjarstjórn Álftaness í kvöld, vegna þrálátra deilna í bæjarstjórninni. Að sögn mbl.is er meirihluti fyrir því meðal bæjarstjórnarfulltrúa, að Sigurður Magnússon bæjarstjóri láti þegar af embætti, en hann er bæjarfulltrúi A- listans. 9.9.2009 07:10 Síldarkvótinn að klárast Veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum fer senn að ljúka þar sem skipin eru um það bil að klára kvóta sína. Einhver eru þegar búin, önnur í síðustu veiðiferð og nokkur eiga eitthvað meira eftir. 9.9.2009 07:06 Rændi 11-11 við Laugaveg Karlmaður, klæddur svartri hettupeysu, framdi rán í versluninni 11-11 við Laugaveg í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi og komst undan. 9.9.2009 06:54 Sjá næstu 50 fréttir
Fordæmi eru fyrir því að fólk taki systkini sín í fóstur Það er ekkert í íslenskri löggjöf sem útilokar það að Rebekka María Jóhannesdóttir geti séð um systkini sín eftir andlát móður þeirra. Þetta segir Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi lögfræðingur hjá Barnaverndastofu. 9.9.2009 19:52
Meintur hundafantur kærir bjargvætt Hundabjargvætturinn Anna María Birgisdóttir, sem bloggar um reynslu sína í dag og segir að þrennt hafi gengið í skrokk á henni á Geirsnefi, hefur verið kærð af meinta hundafantinum. Þetta staðfestir aðstoðaryfirlögregluþjónninn Árni Vigfússon. 9.9.2009 18:19
Spurningalisti ESB gerður opinber Spurningalisti framkvæmdarstjórnar ESB, sem Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í gær, hefur verið gerður opinber á heimasíðu ráðuneytisins. 9.9.2009 17:14
Tólf ráðherrar en sautján aðstoðarmenn Pólitískir aðstoðarmenn núverandi ríkisstjórnar eru öllu fleiri en ráðherrarnir. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ráðherrar hafi heimild til að ráða sér einn pólitískan aðstoðarmann. Séu þeir fleiri, sé farið á svig við lög. 9.9.2009 19:08
Borgarahreyfingin sem grasrótarafl Fjórtán liðsmenn Borgarahreyfingarinnar, þar af allir þingmenn hennar, hafa sent frá sér tillögur að samþykktum þar sem áréttað er að hreyfingin verði sem slík áfram en ekki flokki. 9.9.2009 20:35
Björguðu Ísraela í sjálfheldu Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út um klukkan fjögur í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Þverfelli í Engidal í Skutulsfirði. Maðurinn, sem er frá Ísrael, var á göngu í fjallinu en fór töluvert út fyrir gönguleið og sat svo fastur í klettabelti í um 800 metra hæð. 9.9.2009 19:56
Hátt í 10 þjófar handteknir í dag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið hátt í tug manna í sérstakri aðgerð gegn þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur lögreglan lagt hald á verðmætt þýfi. Vísir fékk þær upplýsingar frá lögreglunni að aðgerðin teygi sig yfir allt höfuðborgarsvæðið en henni er stjórnað af lögreglumönnum á hverfastöðinni í Grafarvogi. Málið er enn í rannsókn. 9.9.2009 16:54
Segist hafa sogið bensín en ekki áfengi Karlmaður sem var sviptur ökuleyfi tímabundið fyrr á árinu segir að bensín sem hann saug upp í sig hafi ruglað áfengismæla lögreglu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nýverið ekki á þá skýringu og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð í dag. 9.9.2009 16:46
„Madeleine er dáin“ Dómstóll í Portúgal hefur sett lögbann á bók sem fyrrverandi lögreglumaður þar í landi hefur skrifað um mál Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi árið 2007. Maðurinn, Goncalo Amaral tók þátt í rannsókn málsins á sínum tíma og staðhæfir hann að Maddý sé dáin og að hann leggi engan trúnað á sögu foreldra hennar sem halda því fram að þau hafi verið að borða á veitingastað í nágrenninu þegar stúlkan hvarf. 9.9.2009 16:21
Hundaníðingar gengu í skrokk á ungri konu Tvær konur og einn karlmaður gengu í skrokk á ungri konu á Geirsnefi, á útivistarsvæði fyrir hunda, á mánudaginn. Stúlkan segir að konurnar, sem eru mæðgur, hafi sparkað í hana, hangið í hárinu á sér, kýlt sig og lamið. 9.9.2009 16:19
Landspítalaforstjóri tekur sér leyfi til að vinna í heilbrigðisráðuneytinu Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala tekur að sér tímabundna verkefnisstjórn við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um samstarf og markvissari verkaskiptingu á milli heilbrigðisstofnana. Áður hafði verið tilkynnt að Hulda, sem tók til starfa sem forstjóri í fyrrahaust, myndi taka sér ársleyfi frá störfum. 9.9.2009 15:53
Barnabarn Stalíns höfðar mál Jósef Stalín var fyrir rétti í Rússlandi síðastliðinn mánudag. Þar var tekið fyrir mál sem barnabarn hans höfðaði gegn dagblaði sem hélt því fram að hann hefði fyrirskipað morð á sovéskum ríkisborgurum. 9.9.2009 15:45
Ekki borgarinnar að reisa styttu fyrir Helga Hóseasson „Ef það er svona mikill áhugi fyrir málinu og 20 þúsund manns búnir að skrá sig fyrir því að þá þarf í raun og veru hver og einn ekki að borga nema þúsund kall í framlag og þá eru komnar 20 milljónir fyrir styttunni," segir Óskar Bergsson, 9.9.2009 15:43
Karlmaður handtekinn vegna ránsins í 11-11 Karlmaður um tvítugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á ráni sem var framið í verslun 11-11 við Hlemm á ellefta tímanum í gærkvöld. 9.9.2009 15:04
Rebekka á von á barni í nóvember Rebekka María Jóhannesdóttir er aðeins 22 ára gömul en hefur gengið í gegnum miklar raunir á stuttri ævi. 9.9.2009 14:45
Læknum ráðlagt að drekka sex kaffibolla á dag Örþreyttum áströlskum læknum hefur verið ráðlagt að drekka sex bolla af kaffi á dag til þess að halda sér vakandi. 9.9.2009 14:45
Hækkun framfærslunnar hefur áhrif á 80 prósent stúdenta „Við erum mjög ánægð með þessar breytingar. Við höfum reiknað út að þetta felur í sér breytingar fyrir 80% stúdenta eða þá sem eru með tekjur undir 1750 þúsund krónum á ári. Það eru mjög fáir með hærri árstekjur en það,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 20%, úr 100 þúsund krónum á mánuði í 120 þúsund krónur. 9.9.2009 14:02
Framfærsla námsmanna hækkar um 20 prósent Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækkar um 20% og hækkar hún í 120 þúsund krónur á mánuði. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita lánasjóðnum einn milljarð króna á fjárlögum ársins 2010 til þess að hækka framfærslugrunn sjóðsins. Ýmsar breytingar verða jafnframt gerðar á samspili námslána og atvinnuleysisbóta og er markmiðið að hvetja fólk til náms sem annars væri á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynntu breytingarnar á blaðamannafund í dag. 9.9.2009 13:44
Fólki ráðlagt að kyssast minna Frakkar kyssast meira en flestir aðrir. Ekki aðeins í ástarbríma heldur er það einnig viðtekin venja að fólk kyssist á kinnina þegar það heilsar. Svínaflensan hefur nú gert strik í reikninginn. Fólki er ráðlagt að kyssast minna og á nokkrum opinberum stofnunum, svosem sjúkrahúsum hafa kossar hreinlega verið bannaðir. 9.9.2009 13:30
Jarðskjálfti í Ölfusi Jarðskjálftahrina hófst í Ölfusi á tólfta tímanum í dag. Klukkan 12:21 varð jarðskjálfti um 9 kílómetra vestsuðvestan af Selfossi og var hann tæplega 3 stig á Richter. 9.9.2009 13:00
Sérstakur ríkissaksóknari vísar frá kæru á hendur blaðamönnum Settur ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur fimm blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Um er að ræða blaðamennina Agnesi Bragadóttur og Þorbjörn Þórðarson, blaðamenn á Morgunblaðinu, Kristinn Hrafnsson, sem nú starfar á RÚV, Egill Helgason, pistlahöfundur á Eyjunni, og Guðmundur Magnússon ritstjóri Eyjunnar. 9.9.2009 12:42
Skókastarinn hefur fengið tilboð um kvennabúr Íraski fréttamaðurinn sem kastaði skóm sínum í George Bush hefur fengið ótal tilboð um bíla, kvennabúr og önnur jarðnesk gæði þegar honum verður sleppt úr fangelsi. 9.9.2009 12:24
Umboðsmaður sendir stjórnvöldum pillu vegna ráðningar Einars Karls Eðlilegt er að laus störf hjá hinu opinbera séu auglýst, enda verði ekki séð að nokkur einstaklingur hafi lögmætt tilkall til slíkra starfa. Þetta segir umboðsmaður Alþingis í nýju áliti sem fjallar um Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. 9.9.2009 12:14
Mun fleiri fasteignir seldar á nauðungarsölu Tæplega helmingi fleiri fasteignir hafa verið seldar á nauðungarsölu í Reykjavík það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Búist er við holskeflu uppboða í nóvember þegar lög um frestun á nauðungarsölu renna út. 9.9.2009 12:02
Halldór hugar að Hafnarfirði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísarfirði, mun hugsanlega gefa kost á sér til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í næstu sveitastjórnarkosningum sem fram fara í vor. Heimildir Vísis herma að Haraldur Ingólfsson sem hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í bænum undanfarin misseri hyggist hætta og því þurfi að finna nýjan oddvita á listann fyrir kosningarnar. 9.9.2009 11:17
Eftirlýst kona handtekin með þýfi Töluvert af þýfi fannst við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur fyrir hádegi í gær. Um er að ræða hluti sem var stolið í nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. 9.9.2009 11:14
Katrín skipar vinnuhóp vegna fornleifarannsókna á Alþingisreit Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu að því er varðar fornleifarannsóknir á Alþingisreit og næsta nágrenni og um varðveislu og sýningu á þeim fornleifum sem þegar hafa fundist. 9.9.2009 10:59
Vistheimili á dagskrá borgarráðs Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann sem kynnt var í gær er á dagskrá fundar borgarráðs á morgun. Þetta sagði Magnús Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra, í samtali við fréttastofu. 9.9.2009 10:47
Fleiri vilja styttu en mótmæltu Icesave Fleiri vilja reisa minnisverða um Helga Hóseasson en skoruðu á forseta Íslands á samskiptavefnum Facebook að skrifa ekki undir eitt umdeildasta mál síðari ára, ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans. 9.9.2009 10:24
Milljónatjón þegar vinnuvélar voru skemmdar við Nauthólsvík Milljónatjón varð þegar miklar skemmdir voru unnar á um 20 vinnuvélum á svæðinu þar sem Háskólinn í Reykjavík rís við Nauthólsvík í nótt. Skorið var á dekk og vírar og slöngur klipptar í sundur. Samkvæmt heimildum Vísis hefur lögreglan ekki vísbendingar um hver var að verki en alls urðu um 5 verktakafyrirtæki fyrir tjóni. 9.9.2009 10:04
Sumarið það sjöunda hlýjasta í Reykjavík Sumarið í sumar er það sjöunda hlýjasta í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1870 og þriðja þurra sumarið í röð. Þetta kemur fram þegar rýnt er í gögn yfir veðurlagið í sumar. 9.9.2009 10:00
Dagur vill ræða skýrslu vistheimilanefndar í borgarráði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að vistheimilisskýrslan svonefnda verði sett á dagskrá borgarráðs. Svört skýrsla um tvö vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann var kynnt í gær en hún var unnin eftir að upp komst um illa meðferð á Breiðavík. 9.9.2009 09:44
Halldór hættir sem bæjarstjóri á Ísafirði Á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi tilkynnti Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. 9.9.2009 09:07
Rússar og Úkraínumenn deila á ný um gas Gasdeila Rússa og Úkraínumanna virðist vera að taka sig upp á nýjan leik en hún var nær búin að valda alvarlegum gasskorti í nokkrum Evrópulöndum þegar sem kaldast var síðasta vetur. 9.9.2009 08:33
NASA gæti hætt við tunglleiðangur Bandaríska geimvísindastofnunin NASA íhugar að hætta við áætlun sína um tunglferð og einbeita sér frekar að Mars. 9.9.2009 08:21
Uppsagnir í Japan 230.000 á árinu Atvinnuleysi í Japan mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meira síðan í síðari heimsstyrjöldinni. 9.9.2009 07:37
Danskur Bond á 300 km hraða Lögreglan á Norður-Jótlandi hafði á sunnudag hendur í hári vélhjólamanns sem mældist á hvorki meira né minna en 300 kílómetra hraða á klukkustund. 9.9.2009 07:33
Obama varar við upplýsingum á Facebook Barack Obama Bandaríkjaforseti varar bandaríska unglinga við því að setja of mikið af persónulegum upplýsingum á samskiptavefinn Facebook. 9.9.2009 07:31
Sérsveit NATO frelsaði blaðamann úr klóm talibana Sérsveitir á vegum NATO frelsuðu breska blaðamanninn Stephen Farrell úr klóm talibana í leifturárás sem gerð var í gær. 9.9.2009 07:29
Bítlunum ætlað að rífa upp söluna Tónlistar- og tölvuleikjaiðnaðurinn í Bretlandi og Bandaríkjunum reiðir sig nú á gamla félaga til að rífa upp sölutölur á lokafjórðungi ársins, nefnilega Bítlana fornfrægu frá Liverpool. 9.9.2009 07:27
Segja Bretland á leið út úr kreppunni Breska hag- og félagsfræðistofnunin lætur í veðri vaka að Bretland sé að sigla út úr kreppunni á ný. Þetta sýni hagvöxtur í maí, júní og júlí. 9.9.2009 07:25
Gróðurhúsalampar ófundnir Lögreglan á Selfossi leitar enn þjófa sem brutust inn í gróðrastöð í Biskupstungum í fyrrinótt og stálu þaðan 28 gróðurhúsalömpum, sem notaðir eru til að örva vöxt plantnanna. 9.9.2009 07:19
Aukafundur í bæjarstjórn Álftaness Aukafundur verður haldinn í bæjarstjórn Álftaness í kvöld, vegna þrálátra deilna í bæjarstjórninni. Að sögn mbl.is er meirihluti fyrir því meðal bæjarstjórnarfulltrúa, að Sigurður Magnússon bæjarstjóri láti þegar af embætti, en hann er bæjarfulltrúi A- listans. 9.9.2009 07:10
Síldarkvótinn að klárast Veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum fer senn að ljúka þar sem skipin eru um það bil að klára kvóta sína. Einhver eru þegar búin, önnur í síðustu veiðiferð og nokkur eiga eitthvað meira eftir. 9.9.2009 07:06
Rændi 11-11 við Laugaveg Karlmaður, klæddur svartri hettupeysu, framdi rán í versluninni 11-11 við Laugaveg í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi og komst undan. 9.9.2009 06:54