Innlent

Fleiri Bandaríkjamenn

Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu sjö prósentum fleiri ferðast frá Bandaríkjunum til Íslands miðað við sama tíma árið áður. Á sama tímabili höfðu 9,5 prósentum færri ferðast frá Bandaríkjunum til Evrópu.

Pétur Þ. Óskarsson, formaður stjórnar verkefnisins Iceland Naturally, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og einkafyrirtækja um kynningu Íslands vestanhafs, segir Bandaríkjamenn að mörgu leyti vera dýrmætari ferðamenn en aðrir.

„Þeir koma flestir utan háannatíma og stoppa stutt við en eyða miklu fé," segir Pétur.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×