Erlent

Mannfallið á Gasa vanmetið

Stríðið á Gasa Bæði Ísraelar og Palestínumenn eru sagðir hafa framið stríðsglæpi í átökunum. fréttablaðið/AP
Stríðið á Gasa Bæði Ísraelar og Palestínumenn eru sagðir hafa framið stríðsglæpi í átökunum. fréttablaðið/AP

Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segja stjórnvöld og her vanmeta mjög í opinberum skýrslum mannfallið sem varð í þriggja vikna hernaði á Gasasvæðinu um síðustu áramót.

Ítarlegar rannsóknir samtakanna leiða í ljós að alls féllu nærri 1.400 íbúar á Gasa, þar af 773 almennir borgarar. Þessar tölur eru nokkurn veginn samhljóða fullyrðingum Palestínumanna, sem höfðu birt nöfn hinna látnu.

Ísraelsher hefur sagt að 1.166 Palestínumenn hafi fallið, þar af 295 almennir borgarar. Ísraelsher hélt því fram að 89 þeirra hefðu verið á barnsaldri, en B‘Tselem segir 252 hafa verið yngri en sextán ára. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×