Aðild Íslands rökrétt framhald samvinnu 10. september 2009 06:00 heimsókn Olli Rehn fundaði með utanríkismálanefnd Alþingis í gærmorgun. fréttablaðið/gva „Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær. Það var mál manna að Rehn hefði verið orðvar á fundinum og frekar slegið á væntingar um hraða afgreiðslu aðildarumsóknar Íslands. Rehn sagði það sína skoðun að Norðurlöndin ættu öll að vera innan ESB og nú þegar nyti sambandið kunnáttu og reynslu Íslendinga hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda. Sagði hann það jafnt eiga við um orkunýtingu og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Hann var spurður hvort til greina kæmi að hans áliti að Ísland gæti fengið sérmeðferð í peningamálum meðan á umsóknarferlinu stæði – jafnvel að evra yrði tekin upp hér á landi fyrr en almennt væri gert ráð fyrir. Rehn svaraði því til að lög ESB gerðu ekki ráð fyrir því. Hins vegar væri sá sem bæri ábyrgð á peningamálasamstarfinu innan framkvæmdastjórnar ESB [Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri gengis- og efnahagsmála innan ESB] byrjaður að kynna sér stöðu mála á Íslandi. Þannig væri Ísland sem umsóknarland í betri stöðu hvað þetta varðar en annars væri. Rehn hafnaði því alfarið að það tæki mjög langan tíma að fá aðgang að myntbandalaginu, en því hefur verið haldið fram að Ísland eigi jafnvel ekki kost á því fyrr en eftir áratug eða meira. Rehn lítur svo á að innganga Íslands í ESB sé rökrétt framhald samvinnu á milli Evrópu og Íslands. Slíkt samstarf hófst með Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) árið 1970 og síðar með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins (EES) árið 1994. Rehn var spurður hvort ekki mætti birta spurningalista ESB, en hann inniheldur um 2.000 spurningar sem stjórnvöld hér verða að svara áður en samþykkt verður að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands. Slíkt hefur aldrei verið gert áður, að því er næst verður komist. Össur Skarphéðinsson greip boltann á lofti og spurður hvort hann myndi birta listann svaraði: „Þetta var eitt það fyrsta sem ég spurði Rehn að við komuna til landsins og útskýrði að vildum leyfa öllum að sjá hvaða upplýsinga verði óskað frá okkur. Hann tók því vel en þurfti að kanna sitt bakland.“ Spurningalistinn var birtur á vef utanríkisráðuneytisins síðdegis í gær. svavar@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Innganga Íslands í ESB mun ekki leysa öll vandamál Íslands í efnahagslegu tilliti en getur leikið stórt hlutverk í endurreisninni,“ sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, í erindi sínu á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins í gær. Það var mál manna að Rehn hefði verið orðvar á fundinum og frekar slegið á væntingar um hraða afgreiðslu aðildarumsóknar Íslands. Rehn sagði það sína skoðun að Norðurlöndin ættu öll að vera innan ESB og nú þegar nyti sambandið kunnáttu og reynslu Íslendinga hvað varðar sjálfbæra nýtingu auðlinda. Sagði hann það jafnt eiga við um orkunýtingu og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Hann var spurður hvort til greina kæmi að hans áliti að Ísland gæti fengið sérmeðferð í peningamálum meðan á umsóknarferlinu stæði – jafnvel að evra yrði tekin upp hér á landi fyrr en almennt væri gert ráð fyrir. Rehn svaraði því til að lög ESB gerðu ekki ráð fyrir því. Hins vegar væri sá sem bæri ábyrgð á peningamálasamstarfinu innan framkvæmdastjórnar ESB [Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri gengis- og efnahagsmála innan ESB] byrjaður að kynna sér stöðu mála á Íslandi. Þannig væri Ísland sem umsóknarland í betri stöðu hvað þetta varðar en annars væri. Rehn hafnaði því alfarið að það tæki mjög langan tíma að fá aðgang að myntbandalaginu, en því hefur verið haldið fram að Ísland eigi jafnvel ekki kost á því fyrr en eftir áratug eða meira. Rehn lítur svo á að innganga Íslands í ESB sé rökrétt framhald samvinnu á milli Evrópu og Íslands. Slíkt samstarf hófst með Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) árið 1970 og síðar með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins (EES) árið 1994. Rehn var spurður hvort ekki mætti birta spurningalista ESB, en hann inniheldur um 2.000 spurningar sem stjórnvöld hér verða að svara áður en samþykkt verður að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands. Slíkt hefur aldrei verið gert áður, að því er næst verður komist. Össur Skarphéðinsson greip boltann á lofti og spurður hvort hann myndi birta listann svaraði: „Þetta var eitt það fyrsta sem ég spurði Rehn að við komuna til landsins og útskýrði að vildum leyfa öllum að sjá hvaða upplýsinga verði óskað frá okkur. Hann tók því vel en þurfti að kanna sitt bakland.“ Spurningalistinn var birtur á vef utanríkisráðuneytisins síðdegis í gær. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira