Erlent

Strauk úr fangelsi í pappakassa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stjórnendur hámarksöryggisfangelsisins í Burgundy í Frakklandi kunna engar skýringar á því hvernig stórhættulegum fanga, Jean-Pierre Treiber, tókst að strjúka úr fangelsinu með því að fela sig í pappakassa. Treiber sat inni fyrir að myrða dóttur franskrar leikkonu og vinkonu hennar árið 2004 og vakti málið mikinn óhug í landinu á sínum tíma. Hann sagði vörðum að hann ætti viðtal við skilorðsfulltrúann sinn, laumaði sér svo ofan í kassa, sem borinn var um borð í vörubíl ásamt öðrum kössum og hefur ekki sést síðan. Lögregla leitar hans nú um allt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×