Erlent

Bréfdúfa fljótari en tölvupóstur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi dúfa, sem svífur um loftin blá yfir Manhattan, er ekki sú sem greint er frá í fréttinni.
Þessi dúfa, sem svífur um loftin blá yfir Manhattan, er ekki sú sem greint er frá í fréttinni.

Netsamband er svo lélegt í Suður-Afríku að upplýsingatæknifyrirtæki nokkru í Jóhannesarborg hefur tekist að sýna fram á að það er fljótlegra að senda gögn með bréfdúfu en tölvupósti. Fyrirtækið sendi dúfuna 80 kílómetra leið með rafrænan gagnalykil festan við fótinn. Sömu gögn voru svo send með tölvupósti sömu vegalengd og tók það tvær klukkustundir og tæpar þrjár mínútur. Dúfan kom gögnunum hins vegar til skila á einni klukkustund og átta mínútum. Auk þess hve netsamband er lélegt í Suður-Afríku er netþjónusta þar rándýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×