Fleiri fréttir Duftbréfin virðast hafa komið frá Bandaríkjunum Niðurstöður rannsókna á hvíta duftinu sem barst sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi í gær liggja ekki fyrir. Kathy Eagen, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, segir að beðið sé eftir niðurstöðum frá Landspítalanum. Hún segir í samtali við Vísi að Alríkislögreglan, FBI, rannsaki málið en talið er að bréfin, sem send voru sextán sendiráðum vítt og breitt um Evrópu, hafi komið frá Bandaríkjunum. 18.12.2008 11:21 Laun lækka um 6-15% hjá RÚV Páll Magnússon, útvarpsstjóri, tilkynnti á starfsmannafundi fyrir stundu útfærslu á launalækkun starfsmanna sem var kynnt samhliða sparnaðartillögum nýverið. Laun starfsmanna RÚV lækka tímabundið um 6-15%. Í samtali við Vísi sagði Páll að launalækkun langflestra sé bilinu 6-8%. 18.12.2008 11:12 Niðurskurður leggst þungt á Háskólann á Akureyri Útgjöld til Háskólans á Akureyri verða skorin niður um 127,5 milljónir króna eða 8,8% samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar verði það samþykkt. 18.12.2008 10:51 Reyndu að brjóta sér leið inn í FME - Snéru sér síðan að Glitni Hópur mótmælenda, um 40 til 50 manns, kom saman fyrir framan Fjármálaeftirlitið á Suðurlandsbraut í morgun. Fólkið safnaðist saman við Glæsibæ og gekk fylktu liði að FME en þegar þangað var komið var búið að læsa anddyrinu. Þá var brugðið á það ráð að brjóta rúðu í hurðinni og fór hópur fólks inn í anddyrið. Annar hópur tók sér stöðu fyrir framan anddyrið og kom í veg fyrir að lögregla kæmist að hópnum sem fór inn. 18.12.2008 10:31 Krefjast greiðsluaðlögunar að norrænni fyrirmynd Neytendasamtökin krefjast þess að sett verði lög um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd. Samtökin hafa undanfarin ár talað fyrir slíkri lagasetningu. 18.12.2008 10:28 AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18.12.2008 10:27 Hvítt duft sent til sendiráðsins á Laufásvegi Sextán sendiráð Bandaríkjanna vítt og breitt um Evrópu fengu í pósti umslög sem reyndust innihalda hvítt duft. Sendiráðið á Laufásvegi var meðal þeirra sem fengu umslag með dufti. Frá málinu er greint á CNN og sagt að efnagreiningar hafi leitt í ljós að duftið sé venjulegt hveiti. Þó eigi enn eftir að greina efnið sem fannst í Haag í Hollandi. 18.12.2008 09:58 Tryggvi hættur hjá Nýja Landsbankanum Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, hefur sagt upp störfum hjá Nýja Landsbankanum og þegar látið af störfum hjá bankanum. Störf Tryggva hjá bankanum hafa verið gagnrýnd undanfarið en tæpt hálft er síðan að hann var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi í tengslum við Baugsmálið. 18.12.2008 09:36 Slapp ótrúlega vel úr bílveltu Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slasaðist ótrúlega lítið, að mati lögreglu, þegar bíll hans rann út af Eyrarbakkavegi um klukkan sex í morgun og valt fjórar veltur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík til aðhlynningar og rannsókna. Slysið er rakið til flughálku á veginum. 18.12.2008 08:37 Flestir deyja úr hita í Bandaríkjunum Hitabylgjur verða mun fleiri Bandaríkjamönnum að bana en jarðskjálftar og fellibylir samkvæmt nýju „dauðakorti“ vísindamanna. 18.12.2008 08:30 Óttast að eldri hjón hafi farist í bruna Óttast er að hjón á sjötugsaldri hafi farist þegar timburhús í Ósló brann til grunna í nótt. Tilkynnt var um eldinn upp úr miðnætti og hafði slökkvilið ráðið niðurlögum hans um klukkan þrjú. 18.12.2008 08:20 Flogaveikilyf getur ýtt undir sjálfsvígshugsanir Flogaveikilyfið Topamax getur ýtt undir sjálfsvígshugleiðingar þeirra sem það nota. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna krefst þess að héðan í frá verði umbúðir lyfsins kirfilega merktar aðvörunum þess efnis að notkun þess geti aukið hættuna á því að neytandinn stytti sér aldur eða hugleiði það að minnsta kosti. 18.12.2008 08:13 Dæmdur fyrir að verða börnum sínum að bana í bílslysi Breskur dómstóll fann í gær fjögurra barna föður sekan um að hafa orðið öllum börnum sínum að bana þegar hann ók Land Rover-jeppa út í hina straumhörðu Witham-á í Lincolnskíri í fyrrahaust. 18.12.2008 08:08 Skólakreppa í Tókýó Skortur á kennurum og skólaliðum í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur orðið til þess að meira en 200 nemendaklúbbar í grunnskólum borgarinnar hafa lagst af. Að auki finna um 640 skólar fyrir einhvers konar erfiðleikum tengdum efnahags- og atvinnuástandi sem bitna á nemendum. 18.12.2008 07:30 VIlja að BAA selji rekstur þriggja flugvalla Breska samkeppniseftirlitið hefur skipað rekstrarfélaginu BAA, sem er í einkaeigu, að selja reksturinn á Gatwick- og Stansted-flugvöllunum, auk reksturs flugvallarins í Edinborg í Skotlandi en fyrirtækið hefur haft einkaleyfi til að reka þessa flugvelli síðan árið 1987. 18.12.2008 07:22 Dregur úr spurn eftir íslenskum fiski í Bretlandi Ört vaxandi atvinnuleysi og efnahagslegur samdráttur í Bretlandi eru farin að draga úr spurn eftir íslenskum fiski þar, einkum þorski og ýsu. 18.12.2008 07:19 Gámur með þýfi enn ófundinn Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki enn fundið gám með bíl og þýfi, sem grunur leikur á að verið sé að flytja úr landi. 18.12.2008 07:14 ASÍ lýsir yfir vonbrigðum vegna stefnu stjórnvalda Stjórnvöld vilja ekki koma til móts við áherslur ASÍ vegna endurskoðunar og endurnýjunar kjarasamninga, sem eiga að hefjast eftir áramót og eru það mikil vonbrigði, að mati forseta og varaforseta ASÍ, að því er fram kemdur í tilkynningu frá ASÍ. 18.12.2008 07:08 Sex mánaða vopnahlé á Gaza senn á enda Tímabundið vopnahlé Hamas samtakana og Ísrael á Gaza-ströndinni lýkur næst komandi föstudag. Það hefur staðið í sex mánuði. 17.12.2008 22:45 Líkt og einhver vilji þjóðinni illt með háum stýrivöxtum Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé eins og einhverjir vilji þjóðinni illt með of háum stýrivöxtum. Stýrivaxtapólitíkin er stærsti núverandi vandi íslensks atvinnulífs, að mati Þórs. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 17.12.2008 21:45 Frelsandi að grýta snjóboltum í Jón Ásgeir Guðjón Heiðar Valgarðsson, mótmælandi, segir að það hafi verið frelsandi að kasta snjóbolta í andlitið á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, í dag. 17.12.2008 20:51 Forysta ASÍ óánægð með Geir og Ingibjörgu Forseti og varaforseti Alþýðusambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar í dag til að kynna áherslur og kröfur í framhaldi af ályktun miðstjórnar ASÍ frá því fyrr í dag um fjárlagafrumvarpið og ráðstafanir í ríkisfjármálum. 17.12.2008 19:52 Rukkað í fyrsta sinn fyrir eftirmeðferð SÁÁ Eftir áramót verður í fyrsta sinn rukkað fyrir eftirmeðferð á vegum SÁÁ. ,,Þetta er merki um ákveðna stefnubreytingu í gjaldtöku í heilbrigðismálum," sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, sem var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 17.12.2008 21:08 Spyrja um kaup bankanna á laxveiðileyfum Stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar hefur sent forsvarsmönnum ríkisbankanna bréf þarf spurst er fyrir um hugsanlega kaup kaup bankanna á laxveiðileyfum næsta sumar. 17.12.2008 20:34 Skora á Ólaf að skrifa ekki undir fjárlagafrumvarpið Hafið er átak þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hörður Torfason er meðal þeirra sem standa að áskoruninni og vefsíðunni sem hefur verið opnuð. Fjárlagafrumvarpið er meðal annars sagt eiga heima á öskuhaug sögunnar. 17.12.2008 20:02 Fjölmargir töpuðu á pýramídasvindli Madoffs Forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins hefur fyrirskipað innanhúss rannsókn á því afhverju ekki hafi verið kannaðar ábendingar um fjársvik Bernards Madoff, fyrrverandi forstjóra Nasdaq kauphallarinnar. Þær bárust eftirlitinu fyrir tæpum áratug. 17.12.2008 19:25 Ganga í þágu friðar á Þorláksmessu Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu en safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. 17.12.2008 19:17 Segjast hafa verið hlunnfarnir Fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg segjast hafa verið hlunnfarnir eftir að bankinn fór í gjaldþrot, loforð hafi verið svikin og fólk skilið eftir í algerri óvissu. Efnt var til kröfufundar fyrir utan höfuðstöðvar bankans ytra í dag. 17.12.2008 19:05 Sjálfsagt að upplýsa um kostnað forsetaembættisins Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir ekkert nema sjálfsagt að veita upplýsingar um kostnað forsetaembættisins. Össur Skarphéðinsson vill að lögreglan rannsaki hvernig bókhaldsgögn embættisins komust í hendur fjölmiðla. 17.12.2008 18:48 21 milljarður eftir af Símapeningunum Rúmlega tuttugu milljarðar eru eftir af 67 milljörðum sem fengust fyrir sölu Landssímans árið 2005. Sérstök lög um ráðstöfun símapeninganna verða afnumin samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og afgangnum deilt út á fjárlögum eftir ákvörðunum Alþingis hverju sinni. 17.12.2008 18:38 Næturflug hætt á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli Flugstoðir sjá fram á hundruð milljóna króna niðurskurð. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir enn óljóst hvar verði skorið niður en samkvæmt heimildum fréttastofu verður lokað fyrir allt næturflug á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli. 17.12.2008 18:31 Öryggisráð SÞ hvatt til að efla vopnasölubann í Kongó Amnesty International hefur hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að efla vopnasölubann sitt gagnvart Lýðveldinu Kongó. Í opnu bréfi til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, sem kom saman til fundar þann 15. desember til að ræða vopnasölubannið, skýrðu samtökin frá því að dráp, nauðganir og önnur alvarleg mannréttindabrot gegn almennum borgurum séu daglegt brauð í landinu vegna fjölgunar vopna og skotfæra í landinu. 17.12.2008 18:17 Hálka á vegum um allt land Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Kjalarnesi. Á Suðurlandi er hálka, snjóþekja einnig er éljagangur víða. Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. 17.12.2008 18:00 Blaðamenn DV halda ótrauðir áfram Kolbeinn Þorsteinsson trúnaðarmaður á DV segir niðurstöðu fundar blaðamanna sem var að ljúka hafa verið þá að halda áfram að koma út blaði. Hann segir fundinn ekkert sérstaklega hafa rætt hvort ritstjórar blaðsins njóti stuðnings blaðamanna. Aðeins einn blaðamaður hefur sagt upp störfum. 17.12.2008 17:08 Stoppaði oft fréttir frá Símoni Hvorki Jónas Kristjánsson né Mikael Torfason muna eftir því atviki þegar að tvær fréttir sem Símon Birgisson skrifaði voru slegnar af borði ritstjórnar. Símon skrifaði færslu um málið á bloggsíðu sína í dag sem að Vísir vitnaði í. 17.12.2008 17:01 Barack Obama maður ársins hjá Time Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, sem mann ársins 2008. 17.12.2008 16:27 Þrettán Íslendingar í fangelsum erlendis - Þyngsti dómur 20 ár Þrettán íslenskir ríkisborgarar dveljast í fangelsum erlendis. Sá sem þyngsta dóminn hefur hlotið var dæmdur í 20 ára fangelsi. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um málefni íslenskra fanga erlendis. 17.12.2008 16:27 Niðurskurður til framhaldsskólanna mikið áhyggjuefni Það er mikið áhyggjuefni að í breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir niðurskurði í fjárveitingum til framhaldsskóla um meira en hálfan milljarð. Þetta segtir í ályktun Félags framhaldsskólakennara. Kennarar segja að umsóknir um nám í 17.12.2008 16:06 Róbert Spanó verður Umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur farið þess á leit við Róbert Spanó lögfræðing að hann gegni embætti Umboðsmanns Alþingis á meðan að Tryggvi Gunnarsson starfar í rannsóknarnefnd um bankahrunið. 17.12.2008 15:58 Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17.12.2008 15:40 Stúdentar mótmæla niðurskurði Námsmenn gera „stórvægilegar“ athugasemdir við sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá helstu félögum námsmanna er harðlega gagnrýnt að fjárframlög til LÍN skuli vera skert um það sem nemur 1.360 milljónum og ríkisútgjöld til menntunar, háskóla, rannsókna og framhaldsskóla séu „duglega dregin saman.“ 17.12.2008 15:22 ASÍ vill tillögur um jafnvægi í ríkisrekstrinum Miðstjórn ASÍ telur óhjákvæmilegt að ráðast í það erfiða verkefni að taka á hallarekstri ríkissjóðs. Ljóst er að það tekur nokkur ár að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi. 17.12.2008 15:18 Frávísun í skattsvikamáli Jóns Ólafssonar kærð til Hæstaréttar Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn Jóni Ólafssyni, Hreggviði Jónssyni og Ragnari Birgissyni verður kærður til Hæstaréttar. Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. 17.12.2008 14:58 Evrópustefna sjálfstæðismanna rædd á þingi Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. 17.12.2008 14:50 Galloper jeppi kórstjórans kominn í leitirnar Vísir sagði frá því í gær að Galloper jeppa Jóns Kristinns Cortez kórstjóra hefði verið stolið þegar hann var við tónleikahald í Fríkirkjunni á sunnudag. Tæpum tveimur sólarhringum frá stuldinum fannst bíllinn opinn og óskemmdur þar sem honum hafði verið snyrtilega lagt í stæði við Listasafn ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu. Það var tengdamóðir dóttur kórstjórans sem fann bílinn. 17.12.2008 14:01 Sjá næstu 50 fréttir
Duftbréfin virðast hafa komið frá Bandaríkjunum Niðurstöður rannsókna á hvíta duftinu sem barst sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi í gær liggja ekki fyrir. Kathy Eagen, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, segir að beðið sé eftir niðurstöðum frá Landspítalanum. Hún segir í samtali við Vísi að Alríkislögreglan, FBI, rannsaki málið en talið er að bréfin, sem send voru sextán sendiráðum vítt og breitt um Evrópu, hafi komið frá Bandaríkjunum. 18.12.2008 11:21
Laun lækka um 6-15% hjá RÚV Páll Magnússon, útvarpsstjóri, tilkynnti á starfsmannafundi fyrir stundu útfærslu á launalækkun starfsmanna sem var kynnt samhliða sparnaðartillögum nýverið. Laun starfsmanna RÚV lækka tímabundið um 6-15%. Í samtali við Vísi sagði Páll að launalækkun langflestra sé bilinu 6-8%. 18.12.2008 11:12
Niðurskurður leggst þungt á Háskólann á Akureyri Útgjöld til Háskólans á Akureyri verða skorin niður um 127,5 milljónir króna eða 8,8% samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar verði það samþykkt. 18.12.2008 10:51
Reyndu að brjóta sér leið inn í FME - Snéru sér síðan að Glitni Hópur mótmælenda, um 40 til 50 manns, kom saman fyrir framan Fjármálaeftirlitið á Suðurlandsbraut í morgun. Fólkið safnaðist saman við Glæsibæ og gekk fylktu liði að FME en þegar þangað var komið var búið að læsa anddyrinu. Þá var brugðið á það ráð að brjóta rúðu í hurðinni og fór hópur fólks inn í anddyrið. Annar hópur tók sér stöðu fyrir framan anddyrið og kom í veg fyrir að lögregla kæmist að hópnum sem fór inn. 18.12.2008 10:31
Krefjast greiðsluaðlögunar að norrænni fyrirmynd Neytendasamtökin krefjast þess að sett verði lög um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd. Samtökin hafa undanfarin ár talað fyrir slíkri lagasetningu. 18.12.2008 10:28
AGS með fastan fulltrúa á Íslandi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skoðað að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust. 18.12.2008 10:27
Hvítt duft sent til sendiráðsins á Laufásvegi Sextán sendiráð Bandaríkjanna vítt og breitt um Evrópu fengu í pósti umslög sem reyndust innihalda hvítt duft. Sendiráðið á Laufásvegi var meðal þeirra sem fengu umslag með dufti. Frá málinu er greint á CNN og sagt að efnagreiningar hafi leitt í ljós að duftið sé venjulegt hveiti. Þó eigi enn eftir að greina efnið sem fannst í Haag í Hollandi. 18.12.2008 09:58
Tryggvi hættur hjá Nýja Landsbankanum Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, hefur sagt upp störfum hjá Nýja Landsbankanum og þegar látið af störfum hjá bankanum. Störf Tryggva hjá bankanum hafa verið gagnrýnd undanfarið en tæpt hálft er síðan að hann var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi í tengslum við Baugsmálið. 18.12.2008 09:36
Slapp ótrúlega vel úr bílveltu Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slasaðist ótrúlega lítið, að mati lögreglu, þegar bíll hans rann út af Eyrarbakkavegi um klukkan sex í morgun og valt fjórar veltur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Reykjavík til aðhlynningar og rannsókna. Slysið er rakið til flughálku á veginum. 18.12.2008 08:37
Flestir deyja úr hita í Bandaríkjunum Hitabylgjur verða mun fleiri Bandaríkjamönnum að bana en jarðskjálftar og fellibylir samkvæmt nýju „dauðakorti“ vísindamanna. 18.12.2008 08:30
Óttast að eldri hjón hafi farist í bruna Óttast er að hjón á sjötugsaldri hafi farist þegar timburhús í Ósló brann til grunna í nótt. Tilkynnt var um eldinn upp úr miðnætti og hafði slökkvilið ráðið niðurlögum hans um klukkan þrjú. 18.12.2008 08:20
Flogaveikilyf getur ýtt undir sjálfsvígshugsanir Flogaveikilyfið Topamax getur ýtt undir sjálfsvígshugleiðingar þeirra sem það nota. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna krefst þess að héðan í frá verði umbúðir lyfsins kirfilega merktar aðvörunum þess efnis að notkun þess geti aukið hættuna á því að neytandinn stytti sér aldur eða hugleiði það að minnsta kosti. 18.12.2008 08:13
Dæmdur fyrir að verða börnum sínum að bana í bílslysi Breskur dómstóll fann í gær fjögurra barna föður sekan um að hafa orðið öllum börnum sínum að bana þegar hann ók Land Rover-jeppa út í hina straumhörðu Witham-á í Lincolnskíri í fyrrahaust. 18.12.2008 08:08
Skólakreppa í Tókýó Skortur á kennurum og skólaliðum í Tókýó, höfuðborg Japans, hefur orðið til þess að meira en 200 nemendaklúbbar í grunnskólum borgarinnar hafa lagst af. Að auki finna um 640 skólar fyrir einhvers konar erfiðleikum tengdum efnahags- og atvinnuástandi sem bitna á nemendum. 18.12.2008 07:30
VIlja að BAA selji rekstur þriggja flugvalla Breska samkeppniseftirlitið hefur skipað rekstrarfélaginu BAA, sem er í einkaeigu, að selja reksturinn á Gatwick- og Stansted-flugvöllunum, auk reksturs flugvallarins í Edinborg í Skotlandi en fyrirtækið hefur haft einkaleyfi til að reka þessa flugvelli síðan árið 1987. 18.12.2008 07:22
Dregur úr spurn eftir íslenskum fiski í Bretlandi Ört vaxandi atvinnuleysi og efnahagslegur samdráttur í Bretlandi eru farin að draga úr spurn eftir íslenskum fiski þar, einkum þorski og ýsu. 18.12.2008 07:19
Gámur með þýfi enn ófundinn Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki enn fundið gám með bíl og þýfi, sem grunur leikur á að verið sé að flytja úr landi. 18.12.2008 07:14
ASÍ lýsir yfir vonbrigðum vegna stefnu stjórnvalda Stjórnvöld vilja ekki koma til móts við áherslur ASÍ vegna endurskoðunar og endurnýjunar kjarasamninga, sem eiga að hefjast eftir áramót og eru það mikil vonbrigði, að mati forseta og varaforseta ASÍ, að því er fram kemdur í tilkynningu frá ASÍ. 18.12.2008 07:08
Sex mánaða vopnahlé á Gaza senn á enda Tímabundið vopnahlé Hamas samtakana og Ísrael á Gaza-ströndinni lýkur næst komandi föstudag. Það hefur staðið í sex mánuði. 17.12.2008 22:45
Líkt og einhver vilji þjóðinni illt með háum stýrivöxtum Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé eins og einhverjir vilji þjóðinni illt með of háum stýrivöxtum. Stýrivaxtapólitíkin er stærsti núverandi vandi íslensks atvinnulífs, að mati Þórs. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 17.12.2008 21:45
Frelsandi að grýta snjóboltum í Jón Ásgeir Guðjón Heiðar Valgarðsson, mótmælandi, segir að það hafi verið frelsandi að kasta snjóbolta í andlitið á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni Baugs, í dag. 17.12.2008 20:51
Forysta ASÍ óánægð með Geir og Ingibjörgu Forseti og varaforseti Alþýðusambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar í dag til að kynna áherslur og kröfur í framhaldi af ályktun miðstjórnar ASÍ frá því fyrr í dag um fjárlagafrumvarpið og ráðstafanir í ríkisfjármálum. 17.12.2008 19:52
Rukkað í fyrsta sinn fyrir eftirmeðferð SÁÁ Eftir áramót verður í fyrsta sinn rukkað fyrir eftirmeðferð á vegum SÁÁ. ,,Þetta er merki um ákveðna stefnubreytingu í gjaldtöku í heilbrigðismálum," sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi og formaður SÁÁ, sem var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag fyrr í kvöld. 17.12.2008 21:08
Spyrja um kaup bankanna á laxveiðileyfum Stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar hefur sent forsvarsmönnum ríkisbankanna bréf þarf spurst er fyrir um hugsanlega kaup kaup bankanna á laxveiðileyfum næsta sumar. 17.12.2008 20:34
Skora á Ólaf að skrifa ekki undir fjárlagafrumvarpið Hafið er átak þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hörður Torfason er meðal þeirra sem standa að áskoruninni og vefsíðunni sem hefur verið opnuð. Fjárlagafrumvarpið er meðal annars sagt eiga heima á öskuhaug sögunnar. 17.12.2008 20:02
Fjölmargir töpuðu á pýramídasvindli Madoffs Forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins hefur fyrirskipað innanhúss rannsókn á því afhverju ekki hafi verið kannaðar ábendingar um fjársvik Bernards Madoff, fyrrverandi forstjóra Nasdaq kauphallarinnar. Þær bárust eftirlitinu fyrir tæpum áratug. 17.12.2008 19:25
Ganga í þágu friðar á Þorláksmessu Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu en safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. 17.12.2008 19:17
Segjast hafa verið hlunnfarnir Fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg segjast hafa verið hlunnfarnir eftir að bankinn fór í gjaldþrot, loforð hafi verið svikin og fólk skilið eftir í algerri óvissu. Efnt var til kröfufundar fyrir utan höfuðstöðvar bankans ytra í dag. 17.12.2008 19:05
Sjálfsagt að upplýsa um kostnað forsetaembættisins Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir ekkert nema sjálfsagt að veita upplýsingar um kostnað forsetaembættisins. Össur Skarphéðinsson vill að lögreglan rannsaki hvernig bókhaldsgögn embættisins komust í hendur fjölmiðla. 17.12.2008 18:48
21 milljarður eftir af Símapeningunum Rúmlega tuttugu milljarðar eru eftir af 67 milljörðum sem fengust fyrir sölu Landssímans árið 2005. Sérstök lög um ráðstöfun símapeninganna verða afnumin samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og afgangnum deilt út á fjárlögum eftir ákvörðunum Alþingis hverju sinni. 17.12.2008 18:38
Næturflug hætt á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli Flugstoðir sjá fram á hundruð milljóna króna niðurskurð. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir enn óljóst hvar verði skorið niður en samkvæmt heimildum fréttastofu verður lokað fyrir allt næturflug á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli. 17.12.2008 18:31
Öryggisráð SÞ hvatt til að efla vopnasölubann í Kongó Amnesty International hefur hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að efla vopnasölubann sitt gagnvart Lýðveldinu Kongó. Í opnu bréfi til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, sem kom saman til fundar þann 15. desember til að ræða vopnasölubannið, skýrðu samtökin frá því að dráp, nauðganir og önnur alvarleg mannréttindabrot gegn almennum borgurum séu daglegt brauð í landinu vegna fjölgunar vopna og skotfæra í landinu. 17.12.2008 18:17
Hálka á vegum um allt land Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Kjalarnesi. Á Suðurlandi er hálka, snjóþekja einnig er éljagangur víða. Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. 17.12.2008 18:00
Blaðamenn DV halda ótrauðir áfram Kolbeinn Þorsteinsson trúnaðarmaður á DV segir niðurstöðu fundar blaðamanna sem var að ljúka hafa verið þá að halda áfram að koma út blaði. Hann segir fundinn ekkert sérstaklega hafa rætt hvort ritstjórar blaðsins njóti stuðnings blaðamanna. Aðeins einn blaðamaður hefur sagt upp störfum. 17.12.2008 17:08
Stoppaði oft fréttir frá Símoni Hvorki Jónas Kristjánsson né Mikael Torfason muna eftir því atviki þegar að tvær fréttir sem Símon Birgisson skrifaði voru slegnar af borði ritstjórnar. Símon skrifaði færslu um málið á bloggsíðu sína í dag sem að Vísir vitnaði í. 17.12.2008 17:01
Barack Obama maður ársins hjá Time Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, sem mann ársins 2008. 17.12.2008 16:27
Þrettán Íslendingar í fangelsum erlendis - Þyngsti dómur 20 ár Þrettán íslenskir ríkisborgarar dveljast í fangelsum erlendis. Sá sem þyngsta dóminn hefur hlotið var dæmdur í 20 ára fangelsi. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um málefni íslenskra fanga erlendis. 17.12.2008 16:27
Niðurskurður til framhaldsskólanna mikið áhyggjuefni Það er mikið áhyggjuefni að í breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir niðurskurði í fjárveitingum til framhaldsskóla um meira en hálfan milljarð. Þetta segtir í ályktun Félags framhaldsskólakennara. Kennarar segja að umsóknir um nám í 17.12.2008 16:06
Róbert Spanó verður Umboðsmaður Alþingis Forsætisnefnd Alþingis hefur farið þess á leit við Róbert Spanó lögfræðing að hann gegni embætti Umboðsmanns Alþingis á meðan að Tryggvi Gunnarsson starfar í rannsóknarnefnd um bankahrunið. 17.12.2008 15:58
Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu. 17.12.2008 15:40
Stúdentar mótmæla niðurskurði Námsmenn gera „stórvægilegar“ athugasemdir við sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá helstu félögum námsmanna er harðlega gagnrýnt að fjárframlög til LÍN skuli vera skert um það sem nemur 1.360 milljónum og ríkisútgjöld til menntunar, háskóla, rannsókna og framhaldsskóla séu „duglega dregin saman.“ 17.12.2008 15:22
ASÍ vill tillögur um jafnvægi í ríkisrekstrinum Miðstjórn ASÍ telur óhjákvæmilegt að ráðast í það erfiða verkefni að taka á hallarekstri ríkissjóðs. Ljóst er að það tekur nokkur ár að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi. 17.12.2008 15:18
Frávísun í skattsvikamáli Jóns Ólafssonar kærð til Hæstaréttar Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn Jóni Ólafssyni, Hreggviði Jónssyni og Ragnari Birgissyni verður kærður til Hæstaréttar. Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. 17.12.2008 14:58
Evrópustefna sjálfstæðismanna rædd á þingi Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. 17.12.2008 14:50
Galloper jeppi kórstjórans kominn í leitirnar Vísir sagði frá því í gær að Galloper jeppa Jóns Kristinns Cortez kórstjóra hefði verið stolið þegar hann var við tónleikahald í Fríkirkjunni á sunnudag. Tæpum tveimur sólarhringum frá stuldinum fannst bíllinn opinn og óskemmdur þar sem honum hafði verið snyrtilega lagt í stæði við Listasafn ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu. Það var tengdamóðir dóttur kórstjórans sem fann bílinn. 17.12.2008 14:01