Fleiri fréttir

Afríkuleiðtogar taka saman höndum

Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku hafa ákveðið að taka saman höndum og bjarga Simbabve frá efnahagshruni og hörmungum kólerufaraldurs sem geisar í landinu.

Síðustu bretarnir fara frá Írak í júlí

Breskir hermenn verða allir farnir heim frá Írak fyrir lok júlí á næsta ári. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í morgun þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks.

Réðst á lögreglukonu og fær 6 mánaða fangelsi

Karlmaður úr Reykjavík var dæmdur í sex mánaða fangelsi í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og ítrekuð umferðarlagabrot. Hann var fjórum sinnum stöðvaður við akstur án gildra ökuréttinda.

Þakklátur þeim sem trúðu að ég væri heiðarlegur maður

Jón Ólafsson segist ekki getað annað en lofað drottinn og vonar að málinu sé hér með lokið. Meintum skattalagabrotum Jóns var vísað frá dómi að öllu leyti í morgun. Rannsóknin hefur tekið hátt í sjö ár og hefur haft mikil áhrif á Jón og hans fjölskyldu.

Meintum skattalagabrotum Jóns Ólafssonar vísað frá dómi

Ákæru vegna meintra skattalagabrota Jóns Ólafssonar athafnamanns var í morgun vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón hefur legið formlega undir grun í tæp sjö ár og fagnar verjandi hans úrskurðinum. Ásamt Jóni voru þeir Hreggviður Jónsson, Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson ákærðir og var málum þeirra tveggja fyrrnefndu einnig vísað frá en kröfu Símons um frávísun var hafnað.

Vill að lögreglan kanni stuld á bókhaldsgögnum forsetans

„Forsetinn á þessa stundina við að glíma hnitmiðað áhlaup óvildarmanna, sem á tímum þegar forbyltingin hefur lækkað alla siðræna standarda, virðast hafa komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni um bókhald þeirra hjóna.

Landsbankamótmælum lokið

Mótmælum sem hópur fólks stóð fyrir í Landsbankanum í morgun er lokið. Fólkið hóf mótmælin í gamla Landssímahúsínu við Austurvöll rétt eftir klukkan níu.

Bagger kominn heim og í gæsluvarðhald

Danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger er kominn heim til Kaupmannahafnar og var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir áramót en Bagger gaf sig fram við lögreglu í Los Angeles fyrir tíu dögum.

Sprakk í tætlur í líkbrennsluofni

Kínverji sem talið var að látist hefði af völdum eldingar lést í raun þegar hann varð fyrir eldflaug sem ætlað var að framkalla rigningu. Lík hans sprakk svo í brennsluofninum.

Fyrrum Bond-stúlka fannst myrt

Fyrrum Bond-stúlka úr kvikmyndinni A View to a Kill fannst myrt á heimili sínu í Norður-Dublin á Írlandi og er talið að hún hafi komið innbrotsþjófi að óvörum.

Stóraðgerð gegn mafíustarfsemi

Þaulskipulögð aðgerð ítölsku lögreglunnar í gær lamaði að stórum hluta starfsemi mafíunnar í Palermo, höfuðborg Sikileyjar. Rúmlega 1.200 lögreglumenn ásamt þyrlusveitum tóku þátt í aðgerðinni og handtóku 89 menn sem grunaðir eru um að tengjast mafíustarfsemi.

Skiptu um 80 prósent af andliti konu

Bandarískir lýtalæknar hafa nýlokið við umfangsmestu andlitsaðgerð sem framkvæmd hefur verið til þessa en hún fólst í því að skipt var um 80 prósent af húðinni á andliti hinnar rúmlega fertugu Isabelle Dinoire sem hundur veittist að og slasaði alvarlega árið 2005.

Flugvél hvarf yfir Karabíska hafinu

Lítil farþegaflugvél frá flugfélaginu Atlantis Airlines hvarf sporlaust yfir Karabíska hafinu í fyrradag með tólf manns um borð og leita björgunarsveitir hennar nú á stóru svæði á þyrlum og bátum.

Verslunarmiðstöð í París rýmd vegna sprengjuhótunar

Lögreglan í París lét rýma verslunarmiðstöð í borginni í gær eftir að fimm stautar af sprengiefninu dýnamíti fundust þar. Fréttastofunni AFP barst bréf um hádegisbil þar sem greint var frá því að sprengiefnið væri í byggingunni og ekki væri um gabb að ræða.

Skjálftinn í gær sá snarpasti í Danmörku síðan 1904

Snarpasti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir Skandinavíu í 104 ár skaut mörgum alvarlega skelk í bringu í gærmorgun. Berlingske Tidende greinir frá því að mörg hundruð þúsund manns hafi vaknað við vondan draum svo ekki sé meira sagt og alls ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið.

Handteknir eftir innbrot í skóla

Lögregla handtók fjóra menn í bíl, eftir að þeir höfðu brotist inn í skóla í Hafnarfirði í nótt og stolið þaðan tölvubúnaði og fleiru. Vitni gat lýst bíl þeirra sem leiddi til handtökunnar og þýfi fannst í bílnum. Þeir gista fangageymslur og eru grunaðir um sitthvað fleira misjafnt.

Meiddist við fall af hestbaki

Ung kona meiddist þegar hún féll af hestbaki við Suðurlandsveg á milli Selfoss og Hveragerðis í gærkvöldi. Hesturinn fældist með þessum aflleiðingum en ekki er vitað hvað fældi hann. Konan var flutt á sjúkrahúsið á Selfossi en var útskrifuð eftir aðhlynningu.

Slasaðist þegar bíll lenti á ljósastaur

Farþegi slasaðist alvarlega þegar bíll, sem hann var í, lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvammsvegar og Hafnarfjarðarvegar laust eftir miðnætti. Björgunarmenn þurftu að beita klippum til að ná honum úr bílflakinu

Mál Reynis tekið fyrir hjá Blaðamannafélaginu

,,Það hefur ekki tíðkast hjá Blaðmannafélaginu að víkja fólki úr félaginu og það verður ekki gert núna. Það breytir því ekki ég er mjög ósátt við það að Reynir Traustason skuli sem ritstjóiri DV láta undan hótunum aðila út í bæ með því að stöðva frétt," sagði Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, í samtali við Vísi. Mál Reynis verður tekið fyrir hjá stjórn Blaðamannafélagsins.

Borgarfulltrúar upplýsi um bakhjarla sína

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarstjórnar í dag að borgarfulltrúar birti upplýsingar um öll fjárframlög til þeirra vegna prófkjara fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar eigi síðar en 28. febrúar næst komandi.

Sáttur við vinnubrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn í morgun þegar á annað hundrað mótmælenda komu saman og reyndu að varna því að ráðherrar kæmust á ríkisstjórnarfund.

Agnes vill að Reynir verði rekinn úr Blaðamannafélaginu

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í þættinum Íslandi í dag í kvöld að Blaðamannafélag Íslands ætti að reka Reyni Traustason, ritstjóra DV, úr félaginu meðal annars vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um nafntogaða einstaklinga á upptöku sem birt var í Kastljósi í gær.

Skókastari á leið í fangelsi

Í arabaheiminum gæta menn þess að krossleggja ekki fæturna þannig að skósólarnir snúi að sessunautinum. Það þykir stórkostleg móðgun. Hundar eru taldir óhrein dýr.

Búðarhálsvirkjun hugsanlega frestað

Ekki er útilokað að fresta verði framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðarfjármögnun Landsvirkjunar.

Rekstur erfiður vegna flutningskostnaðar

Verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri óttast að flutningskostnaður geti að óbreyttu orðið til þess að verksmiðjum úti á landi verði lokað og framleiðsla færist á höfuðborgarsvæðið í stórum stíl.

Blaðamaður DV segir upp störfum - Reynir situr áfram

Einn af blaðamönnum DV sagði upp störfum í dag eftir að Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, varð uppvís að því að því að vera tvísaga. Ritstjórinn segir það ekki koma til álita að segja starfi sínu lausu.

Enn einn Kennedy út í pólitíkina

Caroline Kennedy er dóttir Johns Kennedys fyrrum forseta. Hún heillaði þjóðina og raunar heiminn allan upp úr skónum þegar hún lék sér sem barn í Hvíta húsinu.

Sæunn vill vera ritari áfram

Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrum þingmaður flokksins hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram sem ritari. Hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2006.

Sigurjón hafði aðstöðu hjá Nýja Landsbankanum

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, er hvorki með aðstöðu né aðgang að húsnæði eða gögnum Nýja Landsbankans. Aftur á móti hafði Sigurjón afnot af húsnæði bankans fyrstu vikurnar eftir starfslok hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landsbankanum.

Segir Kompás hafa valdið sér ómældum fjárhagslegum skaða

Björgvin Þór Þorsteinsson, sem var umfjöllunarefni Kompás í gærkvöldi, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þáttarins. Þar segir hann meðal annars að umsjónarmenn þáttarins hafi reynt að gera lítið úr og rýra trúverðugleika sinn. Björgvin segist ætla að leita til lögmanns með tilliti til þess hvort rétt sé að höfða mál á hendur ritstjóra og ábyrgðarmanni Kompáss fyrir tilraun til mannorðsmorðs og að hafa valdið sér ómældum fjárhagslegum skaða.

Samtök atvinnulífsins beita sér ekki fyrir inngöngu í ESB

Niðurstöðurnar könnunar á afstöðu félaga innan Samtaka atvinnulífsins voru kynntar á fundi stjórnar í dag. Meirihluti er í fimm aðildarsamtökum SA fyrir því að SA beiti sér fyrir aðild að ESB og upptöku evru en meirihluti í þremur er því andvígur.

Fjárlögin harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðu

Atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um fjárlög fyrir árið 2009 fór fram á Alþingi í dag. Þingmenn úr stjórnarandstöðu fóru hverjir á eftir öðrum í pontu og gera grein fyrir skoðunum sínum varðandi flesta liði frumvarpsins og hafa gagnýnt það harðlega sem þeir kalla niðurskurðarfrumvarp. Að mati stjórnarandstöðu er skorið niður í þeim liðum sem verst bitna á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra braut jafnréttislög

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári.

Rúmlega 1600 manns sækja um nám í HÍ

Metfjöldi umsókna varð hjá Háskóla Íslands fyrir vormisseri 2009 eða 1625 talsins. 894 sóttu um grunnnám sem er rúmlega fjórföldun á milli ára. 731 sóttu um framhaldsnám sem er meira en sjöfalt fleiri en teknir voru inn í HÍ í fyrra.

Greiðir 6,5 milljóna sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 6,5 milljónir í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem framin voru í sjálfstæðri atvinnustarfsemi hans með því að vantelja skattskyldan tekjuskatt og að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti. Maðurinn hefur tvívegis áður verið dæmdur fyrir brot á hegningarlögum.

Franska forsetafrúin nakin á búðarpokum

Carla Bruni forsetafrú Frakklands er fjúkandi reið þessa daganna. Hún hefur beðið lögmenn sína um að höfða mál gegn fyrirtæki sem framleiðir búðarpoka sökum þess að fyrirtækið hefur prentað nektarmynd af Bruni á nýjustu pokana sína.

Sjá næstu 50 fréttir