Innlent

Sjálfsagt að upplýsa um kostnað forsetaembættisins

Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir ekkert nema sjálfsagt að veita upplýsingar um kostnað forsetaembættisins. Össur Skarphéðinsson vill að lögreglan rannsaki hvernig bókhaldsgögn embættisins komust í hendur fjölmiðla.

Össur telur að birting bókhaldsgagnanna sé þáttur í hnitmiðuðu áhlaupi óvildarmanna að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Hann furðar sig á áhugaleysi ríkislögreglustjóra á málinu og segir: Kanski ríkislögreglustjóri sé farinn að virða upplýsingalögin á sinn hátt. Össur nefnir ekki sérstaklega hvaða bókhaldsgögn hann eigi við, en Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis birti fyrr í mánuðinum upplýsingar um símakostnað forsetaembættisins ásamt öðrum kostnaðarliðum.

Ekki náðist í Össur í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið leitað til embættis forseta Íslands vegna rekstursins.

Embættið hafi hins vegar reynt að svara öllum spurningum sem til þess hvort sem þær varðar rekstur eða annað enda sé sjálfsagt að veita slíkar upplýsingar. Mikilvægt sé að fréttamenn og fjölmiðlar leiti beint til embættisins þegar mál þessi koma upp. Örnólfur segir að forsetaembættið hafi ekki farið fram á neina opinbera rannsókn vegna fréttarinnar og að ekki sé fyrirhugað að gera það.










Tengdar fréttir

Vill að lögreglan kanni stuld á bókhaldsgögnum forsetans

„Forsetinn á þessa stundina við að glíma hnitmiðað áhlaup óvildarmanna, sem á tímum þegar forbyltingin hefur lækkað alla siðræna standarda, virðast hafa komist yfir stolin gögn úr stjórnsýslunni um bókhald þeirra hjóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×