Innlent

Næturflug hætt á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli

Flugstoðir sjá fram á hundruð milljóna króna niðurskurð. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir enn óljóst hvar verði skorið niður en samkvæmt heimildum fréttastofu verður lokað fyrir allt næturflug á Reykjavíkur- og Akureyrarflugvelli.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að Flugstoðir séu að reyna að finna allar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir innanlandskerfið. Heimildir fréttastofu segja að skera verði niður um að minnsta kosti 300 milljónir. Hjördís vill þó ekki staðfesta það.

,,Og hvað við gerum og hvernig það er gert er ekki ljóst á þessari stundu," segir Hjördís.

Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Reykjavíkurflugvelli sem og Akureyrarvelli verði lokað frá klukkan 23 á kvöldin til sjö á morgnana.

,,Það er ekkert sem er búið að gefa út eins og ég sagði áðan. Alþjóðaflugið skerðist ekki að neinu leyti," segir Hjördís.

Lítið vill Hjördís segja en leggur þó áherslu á að hvað sem gerist verði Reykjavíkur og Akureyrarvellir að sjálfsögðu opnaðir ef þörf sé á. Hvað uppsagnir flugumferðarstjóra og annarra starfsmanna varðar, segir Hjördís.

,,Við hjá Flugstoðum erum ekki að tala um að segja upp fólki heldur draga úr kostnaði við rekstur kerfisins," segir Hjördís.

Alla ferðir Flugfélags Íslands og eftir klukkan sjö á morgnana og er seinasta lendingin fyrir klukkan 11 og sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að breytingin myndi ekki koma illa við flugfélagið að því leyti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×