Innlent

Dregur úr spurn eftir íslenskum fiski í Bretlandi

Ört vaxandi atvinnuleysi og efnahagslegur samdráttur í Bretlandi eru farin að draga úr spurn eftir íslenskum fiski þar, einkum þorski og ýsu.

Rétt eins og hér á landi eykst nú neysla á innlendri matvöru á kostnað innfluttrar, en Bretlandsmarkaður er langstærsti markaður okkar fyrir sjávarafurðir. Bretar hafa fram til þessa flutt inn nær tvöfalt meira af fiski en þeir flytja út, en þeir flytja einkum út fisk eins og síld, makríl og krabba, sem Bretar vilja síður en þorsk og ýsu, sem þeir flytja inn, einkum frá Íslandi, Færeyjum og Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×