Erlent

VIlja að BAA selji rekstur þriggja flugvalla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Breska samkeppniseftirlitið hefur skipað rekstrarfélaginu BAA, sem er í einkaeigu, að selja reksturinn á Gatwick- og Stansted-flugvöllunum, auk reksturs flugvallarins í Edinborg í Skotlandi en fyrirtækið hefur haft einkaleyfi til að reka þessa flugvelli síðan árið 1987.

Samkeppniseftirlitið telur rekstrarform flugvallanna ekki þjóna hagsmunum flugfélaga og farþega á þann hátt sem ætlast er til, og því skuli öðrum aðilum nú gefið tækifæri til að reka flugvellina með hagsmuni þessara hópa að leiðarljósi. Gatwick-flugvöllurinn hefur þegar verið auglýstur til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×