Innlent

Gámur með þýfi enn ófundinn

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki enn fundið gám með bíl og þýfi, sem grunur leikur á að verið sé að flytja úr landi.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær situr litháískur ríkisborgari í gæsluvarðhaldi eftir að hann var handtekinn við brottför úr landi með þýfi í fórum sínum, í kjölfar ábendingar. Þar var líka bent á þrjá aðra, sem nú er leitað, en mennirnir eru allir grunaðir um að vera viðriðnir umfangsmikla og skipulagða þjófnaðarstarfsemi og innbrot hér á landi, og að hafa ætlað að koma þýfinu úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×