Erlent

Dæmdur fyrir að verða börnum sínum að bana í bílslysi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bíllinn dreginn upp úr ánni eftir slysið sem varð í september í fyrra.
Bíllinn dreginn upp úr ánni eftir slysið sem varð í september í fyrra. MYND/Andy Weekes/Daily Mail

Breskur dómstóll fann í gær fjögurra barna föður sekan um að hafa orðið öllum börnum sínum að bana þegar hann ók Land Rover-jeppa út í hina straumhörðu Witham-á í Lincolnskíri í fyrrahaust.

Faðirinn, sem er 37 ára gamall, var fundinn sekur um gáleysislegan og of hraðan akstur og var dómarinn ómyrkur í máli þegar hann svipti sakborninginn ökuréttindum til æviloka en frestaði hins vegar ákvörðun um fangelsisdóm þar til eftir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×