Öryggisráð SÞ hvatt til að efla vopnasölubann í Kongó 17. desember 2008 18:17 Uppreisnarmaður í Kongó. MYND/AFP Amnesty International hefur hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að efla vopnasölubann sitt gagnvart Lýðveldinu Kongó. Í opnu bréfi til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, sem kom saman til fundar þann 15. desember til að ræða vopnasölubannið, skýrðu samtökin frá því að dráp, nauðganir og önnur alvarleg mannréttindabrot gegn almennum borgurum séu daglegt brauð í landinu vegna fjölgunar vopna og skotfæra í landinu. Engar starfsreglur hvernig flytja eigi hergögn ,,Í bréfinu segir að MONUC, friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna í Kongó, hafi engar starfsreglur til að styðjast við til að tryggja að stjórnarher landsins geymi, flytji og noti herbúnað með eðlilegum hætti eftir að hergögn koma til landsins. Í bréfinu er öryggisráðið hvatt til að efla vopnsölubannið þannig að það nái til landsins alls, með takmörkuðum undanþágum, eða innleiða að minnsta kosti fimm sérstök tilmæli, til að MONUC geti fylgst betur með hergögnum og tryggt að þau komist ekki í hendur vopnaðra hópa," segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International. Vilja tafarlausar aðgerðir Amnesty International fara fram á að öryggisráðið hvetji alþjóðasamfélagið til tafarlausra aðgerða til að aðstoða stjórnvöld í Kongó við að efla fagmennsku innan stjórnarhersins og tryggja hergögn hans.Vopnasala þrátt fyrir vopnasölubann SÞ ,,Þrátt fyrir að vopnasölubann Sameinuðu Þjóðanna hafi verið í gildi í mörg ár, hafa vopnaðir hópar getað keypt vopn, skotfæri, herbúnað og önnur gögn. Það hefur gert þeim kleift að fremja stríðsglæpi og stórfelld mannréttindabrot gegn almennum borgurum. Stjórnarherinn í Kongó ber einnig ábyrgð á ýmsum mannréttindabrotum. Um einn af hverjum fjórum íbúum Norður-Kivu hefur nú þurft að flýja heimili sitt," segir í tilkynningunni. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Amnesty International hefur hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að efla vopnasölubann sitt gagnvart Lýðveldinu Kongó. Í opnu bréfi til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, sem kom saman til fundar þann 15. desember til að ræða vopnasölubannið, skýrðu samtökin frá því að dráp, nauðganir og önnur alvarleg mannréttindabrot gegn almennum borgurum séu daglegt brauð í landinu vegna fjölgunar vopna og skotfæra í landinu. Engar starfsreglur hvernig flytja eigi hergögn ,,Í bréfinu segir að MONUC, friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna í Kongó, hafi engar starfsreglur til að styðjast við til að tryggja að stjórnarher landsins geymi, flytji og noti herbúnað með eðlilegum hætti eftir að hergögn koma til landsins. Í bréfinu er öryggisráðið hvatt til að efla vopnsölubannið þannig að það nái til landsins alls, með takmörkuðum undanþágum, eða innleiða að minnsta kosti fimm sérstök tilmæli, til að MONUC geti fylgst betur með hergögnum og tryggt að þau komist ekki í hendur vopnaðra hópa," segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International. Vilja tafarlausar aðgerðir Amnesty International fara fram á að öryggisráðið hvetji alþjóðasamfélagið til tafarlausra aðgerða til að aðstoða stjórnvöld í Kongó við að efla fagmennsku innan stjórnarhersins og tryggja hergögn hans.Vopnasala þrátt fyrir vopnasölubann SÞ ,,Þrátt fyrir að vopnasölubann Sameinuðu Þjóðanna hafi verið í gildi í mörg ár, hafa vopnaðir hópar getað keypt vopn, skotfæri, herbúnað og önnur gögn. Það hefur gert þeim kleift að fremja stríðsglæpi og stórfelld mannréttindabrot gegn almennum borgurum. Stjórnarherinn í Kongó ber einnig ábyrgð á ýmsum mannréttindabrotum. Um einn af hverjum fjórum íbúum Norður-Kivu hefur nú þurft að flýja heimili sitt," segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira