Innlent

Frávísun í skattsvikamáli Jóns Ólafssonar kærð til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru gegn Jóni Ólafssyni, Hreggviði Jónssyni og Ragnari Birgissyni verður kærður til Hæstaréttar. Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús segir að niðurstaða Héraðsdóms sé hvorki í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins né dóma Hæstaréttar Noregs í sambærilegum málum. „Við höfum verið með hundruði mála þar sem sama aðstaða er uppi og það hefur aldrei leitt til frávísunar," segir Helgi Magnús í samtali við Vísi.

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gaf út ákæru á hendur mönnunum fyrr á árinu en þeim er gefið að sök að hafa svikið hundruð milljóna króna undan skatti í tengslum við rekstur Norðurljósa og tengdra félaga. Ákærðu kröfðust frávísunar á grundvelli þess að tilgangur saksóknar í máli þessu væri að refsa ákærðu öðru sinni með dómi fyrir þá hina sömu háttsemi sem þeim hafi þegar verið gerð refsing fyrir með álagningu skattaálags. Ríkisskattstjóri hafi þegar endurákvarðað ákærðu gjöld og í samræmi við lagafyrirmæli og lagaframkvæmd reiknað 25% álag á skattstofna í refsiskyni.












Tengdar fréttir

Þakklátur þeim sem trúðu að ég væri heiðarlegur maður

Jón Ólafsson segist ekki getað annað en lofað drottinn og vonar að málinu sé hér með lokið. Meintum skattalagabrotum Jóns var vísað frá dómi að öllu leyti í morgun. Rannsóknin hefur tekið hátt í sjö ár og hefur haft mikil áhrif á Jón og hans fjölskyldu.

Meintum skattalagabrotum Jóns Ólafssonar vísað frá dómi

Ákæru vegna meintra skattalagabrota Jóns Ólafssonar athafnamanns var í morgun vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón hefur legið formlega undir grun í tæp sjö ár og fagnar verjandi hans úrskurðinum. Ásamt Jóni voru þeir Hreggviður Jónsson, Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson ákærðir og var málum þeirra tveggja fyrrnefndu einnig vísað frá en kröfu Símons um frávísun var hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×