Innlent

Laun lækka um 6-15% hjá RÚV

Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, útvarpsstjóri.

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, tilkynnti á starfsmannafundi fyrir stundu útfærslu á launalækkun starfsmanna sem var kynnt samhliða sparnaðartillögum nýverið. Laun starfsmanna RÚV lækka tímabundið um 6-15%. Í samtali við Vísi sagði Páll að launalækkun langflestra sé bilinu 6-8%.

Laun þeirra sem sem hafa 300 þúsund krónur eða lægri mánaðarlaun lækka ekki. Laun á bilinu 300-400 þúsund lækka um 6%, 400-500 þúsund um 8%, 500-600 þúsund um 9%, 600-700.100 um 10%. Þeir sem eru með meira en 700.000 skerðast um 12% og laun Páls og stjórnar RÚV lækka um 15%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×