Evrópustefna sjálfstæðismanna rædd á þingi 17. desember 2008 14:50 Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. Siv sagði augljóst að sjálfstæðismenn væru undir hælnum á Samfylkingunni í þessum málum. „Skítt með hvað flokkurinn samþykkir, við skulum samt fara í aðildarviðræður," sagði Siv að inntak greinar þeirra félaga hafi verið. Bjarni Benediktsson þakkaði Siv fyrir að hafa lesið greinina en ítrekaði afstöðu sína til málsins sem væri enn sú að hag Íslands sé betur borgið utan ESB. Hins vegar sagði Bjarni að þau áföll sem dunið hafi yfir í íslensku efnahagslífi undanfarið gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál á nýjan leik. Bjarni sagði einnig að langlíklegasta leiðin til þess að stuðla að þjóðarsátt um þessi mál væri að gefa þjóðinni tækifæri til þess að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum loknum. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins kom einnig í ræðustól og sagði að kosið hefði verið um Evrópumálin í síðustu þingkosningum. Þá hafi stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að aðildarumsókn væri ekki á dagskrá. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, sagði fráleitt að halda því fram að kosið hafi verið um Evrópumálin í síðustu kosningum. Nú væru hins vegar allt aðrir tímar sem kölluðu á að málið verði rætt. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi ekki að óttast að Sjálfstæðismenn liggi flatir fyrir einum eða neinum og að sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipt um stefnu í Evrópumálunum. Ýmsir Sjálfstæðismenn séu hins vegar þeirrar skoðunar að rétt sé að fara í aðildarviðræður. Hann sé þó þeirrar skoðunar að ESB leysi ekki vandann heldur ættu Íslendingar heldur að huga að upptöku annarar myntar. Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar undraðist málflutning Sivjar og Kristins og sagði að á ögurstundu í lífi þjóðar sé forystumönnum hennar skylt að kanna alla kosti. Yfilýsing Bjarna og Illuga væri því fagnaðarefni. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki segist ekki þeirrar skoðunar að sjálfstæðismenn séu að undirbúa stefnubreytingu varðandi ESB. Hann sagði ákveðinn áherslumun á hans sjónarmiðum og Illuga og Bjarna. „Mér finnst ekki ástæða til að sækja um aðild að klúbbi sem mér langar ekki að tilheyra," sagði Birgir. Árni Þór Sigurðsson, VG, sagði að þjóðin eigi að eiga fyrsta orðið í þessum málum en ekki það síðasta. Þjóðkjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til þess að ganga til viðræðna án þess að þjóðin ákveði það fyrst. Þessu var Árni Páll hins vegar hjartanlega ósammála og sagði ljóst að núverandi ríkisstjórn hafi skýrt umboð til þess að hefja aðildarviðræður. Það á hún að gera sem fyrst að mati Árna, helst í bryjun febrúar á næsta ári. Sjálfstæðisþingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom einnig í pontu og sagðist ánægð með að vera í flokki þar sem skiptar skoðanir væru um mikilvæg mál. Hún væri á þeirri skoðun að fara eigi í aðildarviðræður og raunar væri hún ein þeirra Sjálfstæðismanna sem fylgjandi séu aðild að sambandinu. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. Siv sagði augljóst að sjálfstæðismenn væru undir hælnum á Samfylkingunni í þessum málum. „Skítt með hvað flokkurinn samþykkir, við skulum samt fara í aðildarviðræður," sagði Siv að inntak greinar þeirra félaga hafi verið. Bjarni Benediktsson þakkaði Siv fyrir að hafa lesið greinina en ítrekaði afstöðu sína til málsins sem væri enn sú að hag Íslands sé betur borgið utan ESB. Hins vegar sagði Bjarni að þau áföll sem dunið hafi yfir í íslensku efnahagslífi undanfarið gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál á nýjan leik. Bjarni sagði einnig að langlíklegasta leiðin til þess að stuðla að þjóðarsátt um þessi mál væri að gefa þjóðinni tækifæri til þess að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum loknum. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins kom einnig í ræðustól og sagði að kosið hefði verið um Evrópumálin í síðustu þingkosningum. Þá hafi stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að aðildarumsókn væri ekki á dagskrá. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, sagði fráleitt að halda því fram að kosið hafi verið um Evrópumálin í síðustu kosningum. Nú væru hins vegar allt aðrir tímar sem kölluðu á að málið verði rætt. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi ekki að óttast að Sjálfstæðismenn liggi flatir fyrir einum eða neinum og að sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipt um stefnu í Evrópumálunum. Ýmsir Sjálfstæðismenn séu hins vegar þeirrar skoðunar að rétt sé að fara í aðildarviðræður. Hann sé þó þeirrar skoðunar að ESB leysi ekki vandann heldur ættu Íslendingar heldur að huga að upptöku annarar myntar. Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar undraðist málflutning Sivjar og Kristins og sagði að á ögurstundu í lífi þjóðar sé forystumönnum hennar skylt að kanna alla kosti. Yfilýsing Bjarna og Illuga væri því fagnaðarefni. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki segist ekki þeirrar skoðunar að sjálfstæðismenn séu að undirbúa stefnubreytingu varðandi ESB. Hann sagði ákveðinn áherslumun á hans sjónarmiðum og Illuga og Bjarna. „Mér finnst ekki ástæða til að sækja um aðild að klúbbi sem mér langar ekki að tilheyra," sagði Birgir. Árni Þór Sigurðsson, VG, sagði að þjóðin eigi að eiga fyrsta orðið í þessum málum en ekki það síðasta. Þjóðkjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til þess að ganga til viðræðna án þess að þjóðin ákveði það fyrst. Þessu var Árni Páll hins vegar hjartanlega ósammála og sagði ljóst að núverandi ríkisstjórn hafi skýrt umboð til þess að hefja aðildarviðræður. Það á hún að gera sem fyrst að mati Árna, helst í bryjun febrúar á næsta ári. Sjálfstæðisþingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom einnig í pontu og sagðist ánægð með að vera í flokki þar sem skiptar skoðanir væru um mikilvæg mál. Hún væri á þeirri skoðun að fara eigi í aðildarviðræður og raunar væri hún ein þeirra Sjálfstæðismanna sem fylgjandi séu aðild að sambandinu.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira