Evrópustefna sjálfstæðismanna rædd á þingi 17. desember 2008 14:50 Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. Siv sagði augljóst að sjálfstæðismenn væru undir hælnum á Samfylkingunni í þessum málum. „Skítt með hvað flokkurinn samþykkir, við skulum samt fara í aðildarviðræður," sagði Siv að inntak greinar þeirra félaga hafi verið. Bjarni Benediktsson þakkaði Siv fyrir að hafa lesið greinina en ítrekaði afstöðu sína til málsins sem væri enn sú að hag Íslands sé betur borgið utan ESB. Hins vegar sagði Bjarni að þau áföll sem dunið hafi yfir í íslensku efnahagslífi undanfarið gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál á nýjan leik. Bjarni sagði einnig að langlíklegasta leiðin til þess að stuðla að þjóðarsátt um þessi mál væri að gefa þjóðinni tækifæri til þess að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum loknum. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins kom einnig í ræðustól og sagði að kosið hefði verið um Evrópumálin í síðustu þingkosningum. Þá hafi stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að aðildarumsókn væri ekki á dagskrá. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, sagði fráleitt að halda því fram að kosið hafi verið um Evrópumálin í síðustu kosningum. Nú væru hins vegar allt aðrir tímar sem kölluðu á að málið verði rætt. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi ekki að óttast að Sjálfstæðismenn liggi flatir fyrir einum eða neinum og að sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipt um stefnu í Evrópumálunum. Ýmsir Sjálfstæðismenn séu hins vegar þeirrar skoðunar að rétt sé að fara í aðildarviðræður. Hann sé þó þeirrar skoðunar að ESB leysi ekki vandann heldur ættu Íslendingar heldur að huga að upptöku annarar myntar. Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar undraðist málflutning Sivjar og Kristins og sagði að á ögurstundu í lífi þjóðar sé forystumönnum hennar skylt að kanna alla kosti. Yfilýsing Bjarna og Illuga væri því fagnaðarefni. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki segist ekki þeirrar skoðunar að sjálfstæðismenn séu að undirbúa stefnubreytingu varðandi ESB. Hann sagði ákveðinn áherslumun á hans sjónarmiðum og Illuga og Bjarna. „Mér finnst ekki ástæða til að sækja um aðild að klúbbi sem mér langar ekki að tilheyra," sagði Birgir. Árni Þór Sigurðsson, VG, sagði að þjóðin eigi að eiga fyrsta orðið í þessum málum en ekki það síðasta. Þjóðkjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til þess að ganga til viðræðna án þess að þjóðin ákveði það fyrst. Þessu var Árni Páll hins vegar hjartanlega ósammála og sagði ljóst að núverandi ríkisstjórn hafi skýrt umboð til þess að hefja aðildarviðræður. Það á hún að gera sem fyrst að mati Árna, helst í bryjun febrúar á næsta ári. Sjálfstæðisþingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom einnig í pontu og sagðist ánægð með að vera í flokki þar sem skiptar skoðanir væru um mikilvæg mál. Hún væri á þeirri skoðun að fara eigi í aðildarviðræður og raunar væri hún ein þeirra Sjálfstæðismanna sem fylgjandi séu aðild að sambandinu. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag var afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarflokksins var málshefjandi og vakti hún athygli á grein þingmannanna Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þar kom meðal annars fram sú afstaða þeirra félaga að stefna ætti að aðildarviðræðum við ESB burt séð frá því hvað landsfundur flokksins ákveður í janúar. Siv sagði augljóst að sjálfstæðismenn væru undir hælnum á Samfylkingunni í þessum málum. „Skítt með hvað flokkurinn samþykkir, við skulum samt fara í aðildarviðræður," sagði Siv að inntak greinar þeirra félaga hafi verið. Bjarni Benediktsson þakkaði Siv fyrir að hafa lesið greinina en ítrekaði afstöðu sína til málsins sem væri enn sú að hag Íslands sé betur borgið utan ESB. Hins vegar sagði Bjarni að þau áföll sem dunið hafi yfir í íslensku efnahagslífi undanfarið gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál á nýjan leik. Bjarni sagði einnig að langlíklegasta leiðin til þess að stuðla að þjóðarsátt um þessi mál væri að gefa þjóðinni tækifæri til þess að taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum loknum. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins kom einnig í ræðustól og sagði að kosið hefði verið um Evrópumálin í síðustu þingkosningum. Þá hafi stefna Sjálfstæðisflokksins verið sú að aðildarumsókn væri ekki á dagskrá. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, sagði fráleitt að halda því fram að kosið hafi verið um Evrópumálin í síðustu kosningum. Nú væru hins vegar allt aðrir tímar sem kölluðu á að málið verði rætt. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að Framsóknarflokkurinn þurfi ekki að óttast að Sjálfstæðismenn liggi flatir fyrir einum eða neinum og að sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skipt um stefnu í Evrópumálunum. Ýmsir Sjálfstæðismenn séu hins vegar þeirrar skoðunar að rétt sé að fara í aðildarviðræður. Hann sé þó þeirrar skoðunar að ESB leysi ekki vandann heldur ættu Íslendingar heldur að huga að upptöku annarar myntar. Samfylkingarmaðurinn Helgi Hjörvar undraðist málflutning Sivjar og Kristins og sagði að á ögurstundu í lífi þjóðar sé forystumönnum hennar skylt að kanna alla kosti. Yfilýsing Bjarna og Illuga væri því fagnaðarefni. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki segist ekki þeirrar skoðunar að sjálfstæðismenn séu að undirbúa stefnubreytingu varðandi ESB. Hann sagði ákveðinn áherslumun á hans sjónarmiðum og Illuga og Bjarna. „Mér finnst ekki ástæða til að sækja um aðild að klúbbi sem mér langar ekki að tilheyra," sagði Birgir. Árni Þór Sigurðsson, VG, sagði að þjóðin eigi að eiga fyrsta orðið í þessum málum en ekki það síðasta. Þjóðkjörnir fulltrúar hafi ekki umboð til þess að ganga til viðræðna án þess að þjóðin ákveði það fyrst. Þessu var Árni Páll hins vegar hjartanlega ósammála og sagði ljóst að núverandi ríkisstjórn hafi skýrt umboð til þess að hefja aðildarviðræður. Það á hún að gera sem fyrst að mati Árna, helst í bryjun febrúar á næsta ári. Sjálfstæðisþingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir kom einnig í pontu og sagðist ánægð með að vera í flokki þar sem skiptar skoðanir væru um mikilvæg mál. Hún væri á þeirri skoðun að fara eigi í aðildarviðræður og raunar væri hún ein þeirra Sjálfstæðismanna sem fylgjandi séu aðild að sambandinu.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira