Innlent

Þrettán Íslendingar í fangelsum erlendis - Þyngsti dómur 20 ár

Sá sem þyngstan dóm hefur hlotið þarf að sitja inni í 20 ár.
Sá sem þyngstan dóm hefur hlotið þarf að sitja inni í 20 ár.

Þrettán íslenskir ríkisborgarar dveljast í fangelsum erlendis. Sá sem þyngsta dóminn hefur hlotið var dæmdur í 20 ára fangelsi. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um málefni íslenskra fanga erlendis.

Íslendingarnir eru á á öllum aldri, einn er undir tvítugu, sjö á þrítugsaldri, fjórir á fertugsaldri og einn á sjötugsaldri. Fangarnir dveljast í sjö löndum, Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku, Hollandi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi.

Í svarinu kemur fram að átta hafi þegar hlotið fullnaðardóma sem eru: 2 ár, 2 ár og 80 dagar, 3 ár og 165 dagar, 3 ár og 6 mánuðir, 3 ár og 11 mánuðir, 6 ár og 8 mánuðir, 9 ár og 315 dagar og 20 ár. Í svarinu bendir ráðuneytið bendir á að ekki sé útilokað að fleiri íslenskir ríkisborgarar afpláni nú dóma í erlendum fangelsum þar sem aðkoma þess að málefnum einstakra fanga helgast af vilja og ósk frá viðkomandi fanga.

Þingmaðurinn spurði einnig um aðbúnað fanganna og segir ráðuneytið að aðbúnaður sé almennt ásættanlegur. „Í einstökum tilvikum hafa kvartanir þó borist frá föngum. Hafa slíkar kvartanir einna helst lotið að húsnæðishitun, hreinlæti, ofsetnum fangaklefum og mataræði. Í ljósi persónuverndarsjónarmiða og trúnaðarskyldu ráðuneytisins gagnvart íslenskum föngum erlendis er svarið ekki sundurliðað eftir fangelsum."

Svarið í heild sinni má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×