Innlent

AGS með fastan fulltrúa á Íslandi

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að hafa fastan fulltrúa á Íslandi á næstu misserum, meðan á samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda stendur í tengslum við neyðarlán sjóðsins sem samþykkt var að veita Ísland í haust.

Tilkynnt var um þetta formlega á fundi sendinefndar AGS með blaðamönnum nú fyrir hádegi en sendinefndin hefur verið hér á landi í vikunni að ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila.

Ekki hefur verið ákveðið hver þetta verður en búist er við að viðkomandi aðili hefji störf í janúar.























Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×