Innlent

Spyrja um kaup bankanna á laxveiðileyfum

Stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar hefur sent forsvarsmönnum ríkisbankanna bréf þarf spurst er fyrir um hugsanlega kaup kaup bankanna á laxveiðileyfum næsta sumar.

Undanfarin ár hafi Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir keypt umtalsvert magn veiðileyfa í nokkrum af bestu laxveiðiám landsins. ,,Verð þessara leyfa, hefur verið úr öllu samhengi við annað verðlag í landinu, dagsstöngin hefur verið keypt á marga tugi og jafnvel hundruð þúsundir króna," segir í bréfinu.

,,Þessi kaup bankanna á laxveiðileyfum hefur m.a. orðið til þess, að stuðla að hækkun leyfa úr öllu hófi, þannig að stangveiðifélög hérlendis, hafa ekki getað útvegað félagsmönnum sínum leyfi í laxveiðám landsins, þar sem verðið hefur verið langt yfir getu hins almenna félagsmanns.

Stjórn stangveiðifélagsins óskar eftir svari við því nú á tímum eignarhalds ríkisins og niðurskurðar hvort bankarnir hafi nú þegar fest kaup á einhverjum laxveiðileyfum fyrir veiðitímabilið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×